Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

83. fundur 25. febrúar 2019 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands - 6 febrúar 2019

201902062

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, frá 6. febrúar 2019.

2.Samstarfssamningur um söfnun og skráningu örnefna/Landmælingar Íslands

201810131

Fyrir liggja tillögur um áframhaldandi vinnu við skráningu örnefna í sveitarfélaginu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fenginn verði aðili til að aðstoða við skráningu örnefna í afmarkað verkefni. Til verksins verði varið kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Kynningarbæklingar

201901188

Fyrir liggja tillögur um gerð og prentun kynningarefnis. Málið var á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að kynningaráætlun alls kr. 1.840.000 sem tekið verði af lið 1363.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gunnhildur Ingvarsdóttir vék af fund undir umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

4.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs, endurskoðun

201807024

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leiti og vísar henni til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reglur er varða menningarmál

201801002

Fyrir liggja drög að reglum er styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum.
Á fundi atvinnu- og menningarnefndar 8. október 2018 fól nefndin Sigrúnu Blöndal og Gunnhildi Ingvarsdóttur að fara yfir drög að fyrirliggjandi reglum er varða menningarmál, ásamt starfsmanni og leggja fyrir nefndina. Annars vegar er um að ræða reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins og hins vegar reglur um menningarverðlaun.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að reglum um menningarverðlaun og reglur um listaverk í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Frístunda- og ræktunarhverfi á Fljótsdalshéraði

201902110

Fyrir liggur tillaga, dagsett 22. febrúar 2019, frá Benedikt Warén, um verkefni sem miðar að skipulagningu á frístunda- og ræktunarhverfi á Valgerðarstöðum og við Urriðavatn.

Málið er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?