Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

82. fundur 11. febrúar 2019 kl. 17:00 - 20:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Skúli Björnsson varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Samningur við Héraðsskjalasafn Austfirðinga um sérverkefni

201902044

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Héraðsskjalasafns Austfirðinga um sérverkefni sem unnin verði af safninu fyrir sveitarfélagið á árinu 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leiti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ormsteiti til framtíðar

201811080

Fyrir liggja drög að samningi við Tré og te (Halldór Warén) um rekstur og framkvæmd Ormsteitis.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leiti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Benedikt Warén yfirgaf fundinn undir þessum lið.

3.17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

201709076

Fyrir liggja drög að samningi við fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að samningi í samræmi við umræðu á fundinum.

Nefndin vekur athygli á að til að Tjarnargarðurinn geti áfram þjónað því hlutverki að þar sé hægt að halda 17. júní hátíðahöld þarf að sinna viðhaldi og uppbyggingu í garðinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samstarfssamningur um söfnun og skráningu örnefna/Landmælingar Íslands

201810131

Til umræðu og kynningar er verkefni um söfnun á skráningu örnefna á Fljótsdalshéraði.

Málð er í vinnslu.

5.Beiðni um styrk vegna sagnfræðirannsóknar

201901148

Fyrir liggur bréf dagsett 22. janúar 2019, frá Hrafnkeli Lárussyni, með beiðni um styrk vegna sagfræðirannsóknar í tengslum við verkefni sem ber vinnuheitið Lýðræði í mótun: viðhorf, iðkun og þátttaka almennings.

Fram kom tillaga frá Benedikt Warén um að styrkja verkefnið um kr. 50.000. Tillagan borin upp og felld með öllum greiddum atkvæðum.

Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Söngleikur Leikfélags ME, styrkumsókn

201901112

Fyrir liggur styrkumsókn frá Leikfélagi ME, dagsett 16. janúar 2019, vegna uppsetningar á söngleik.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kynningarbæklingar

201901188

Fyrir liggja tillögur um gerð og prentun kynningarefnis.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að vinna áfram að hugmyndum um kynningarefni sem er annars vegar kort af sveitarfélaginu og hins vegar bæklingur um Lagarfljótsorminn.

Samþykkt samlhljóða með handauppréttingu.

Gunnhildur Ingvarsdóttir yfirgaf fundinn undir þessu lið en Ívar Karl Hafliðason tók við stjórn fundarins á meðan.

8.Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs

201811078

Fyrir liggja styrkumsóknir í Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs, en auglýst var í lok síðasta árs eftir umsóknum í sjóðinn með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019.


Alls bárust níu umsóknir með styrkbeiðni samtals upp á kr. 11.3 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 2.000.000.

Atvinnu- og menningarnenfd leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
-Útimarkaður við Bókakaffi, umsækjandi Bókakaffi Hlöðum ehf, kr. 250.000
-Hönnunarvara úr austfirsku hráefni, umrækjandi Hildur Evlalía Unnarsdóttir, kr. 100.000
-Litastúdíó, umsækjandi Inga Rós Unnarsdóttir, kr. 400.000
-Markaðssetning á erlendum markaði, umsækjandi Pes ehf, kr. 650.000
-Ensk þýðing og útgáfa á bókinni 101 Austurland, umsækjandi Bókstafur ehf, kr. 250.000
-Landvarsla og úttekt á tveimur gönguleiðum, umsækjandi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kr. 300.000
-Mannauðsráðgjöf / verkfærakista, umsækjandi Garður ráðgjöf / eignaumsýsla ehf, kr. 50.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs, endurskoðun

201807024

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri menningarstefnu sveitarfélagsins.

Málinu frestað til næsta fundar.

10.Orkuveita Fljótsdalshéraðs

201902037

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén þar sem hvatt er til að gerð verði ítarleg könnun á því hvort hagkvæmt gæti verið að útvíkka starfsemi HEF (Hitaveitu Egilsstaða og Fella) þannig að til verði öflugt fyrirtæki, Orkuveita Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að erindið verði sent stjórn Hitaveitu Egilsstða og Fella til skoðunar og umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúi

201902038

Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén þar sem hvatt er til að ráðinn verði atvinnu-, ferða- og kynningarfulltrúi fyrir árið 2020 og að gert verði ráð fyrir ráðningu hans við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Einnig verði málið tekið til skoðunar í yfirstandandi sameiningarviðræðum sveitarfélaga.

Samþykkt með þremur greiddum atkvæðum, en einn sat hjá (ÍKH).

Fundi slitið - kl. 20:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?