1.Efling Egilsstaðaflugvallar
2.Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs
3.Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga
4.Ormsteiti til framtíðar
5.Kirkjur - menningarveðmæti
6.101 Austurland - Tindar og toppar - þýðing á ensku
7.Fundargerð Minjasafns Austurlands 1. nóvember 2018
8.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga 29.október og 12.nóvember 2018
9.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2017
10.Bras menningarhátíð barna og ungmenna
11.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs, endurskoðun
Fundi slitið - kl. 19:45.
Á fundi bæjarráðs, 19. nóvember 2018, var bókað að vel væri tekið í framhald verkefnisins og samþykkti bæjarráð jafnframt að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar. Auk þess óskaði bæjarráð eftir fundi með fulltrúum Austurbrúar til þess að ræða verkþætti áætlunarinnar.
Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í erindið enda skiptir flugvöllurinn íbúa og atvinnulíf á Austurlandi miklu máli. Nefndin telur skipta miklu máli hver aðkoma annarra sveitarfélaga á Austurlandi verður að verkefninu og þá um leið hverjar áherslur og inntak verkefnisins getur orðið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.