Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

75. fundur 08. október 2018 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Atli Vilhelm Hjartarson varamaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Skúli Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Þar sem hvorki formaður né varaformaður nefndarinnar áttu heimangengt á fundinn, var lagt til að Alda Ósk Harðardóttir stýrði fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2019

201809013

Fyrir liggja drög að starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019.
Starfsmanni falið að vinna úr umræðum fundarins og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ormsteiti 2018

201809090

Fyrir liggja drög að auglýsingu þar sem leitað er eftir aðila til að taka að sér framkvæmd og rekstur Ormsteitis. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi auglýsingu og felur starfsmanni að birta hana við fyrsta tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Reglur er varða menningarmál

201801002

Fyrir liggja hugmyndir um reglur er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Málið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd felur Sigrúnu Blöndal og Gunnhildi Ingvarsdóttur að fara yfir drög að fyrirliggjandi reglum er varða menningarmál, ásamt starfsmanni og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Listaverk Sölva Aðalbjarnasonar

201810014

Fyrir liggur bréf, dagsett 28. september 2018, frá Eðvaldi Jóhannssyni og Ásdísi Jóhannsdóttur, fyrir hönd áhugamanna, þar sem sveitarfélagið er hvatt til þess að taka upp viðræður við Sölva Aðalbjarnason um hvar megi koma útilistaverkum hans fyrir þannig að þau geti glatt íbúa og aðkomufólk. Málinu var vísað til atvinnu- og menningarnefndar frá bæjarráði 1. október 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að vinna málið áfram í samstarfi við Sölva.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Örnefnaskráning

201804062

Fyrir liggja drög að samstarfssamningi um söfnun og skráningu örnefna, milli Landmælinga Íslands og Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning fyrir sitt leyti og fagnar verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?