Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

74. fundur 24. september 2018 kl. 17:00 - 20:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Skúli Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar, kl. 17.00, fór nefndin í heimsókn í Safnahúsið þar sem forstöðumenn safnanna kynntu starfsemi og aðstöðu.

1.Þjónustusamfélagið á Héraði og Egilsstaðastofa

201809038

Á fundinn undir þessum lið mættu Birgitta Helgadóttir og Heiður Vigfúsdóttir frá Þjónustusamfélaginu á Héraði og Egilsstaðastofu, sem fóru yfir starfsemi og helstu verkefni þessara aðila sem sveitarfélagið er með samning við.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

2.Aðalfundur SSA 2018

201806160

Fyrir liggja ályktanir aðalfundar SSA 2018 sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 17. september 2018 að leggja fyrir nefndir sveitarfélagsins til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019

201803121

Fyrir liggja ýmis gögn er varða fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun 2019 fyrir þá málaflokka sem undir nefndina heyra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar 2019

201809013

Fyrir liggja drög að starfsáætlun nefndarinnar.

Áfram í vinnslu.

5.Ábending til nefnda og ráða Fljótsdalshéraðs

201808174

Fyrir liggur bókun bæjarstjórnar frá 5. september 2018 sem að frumkvæði ungmennaráðs bendir nefndum og ráðum sveitarfélagsins á að leita umsagnar og álits ráðsins samkvæmt 4. gr. samþykkta fyrir ungmennaráð, en þar segir: Ungmennaráð tekur til umfjöllunar þau mál sem bæjarstjórn og nefndir sveitarfélagsins óska eftir hverju sinni. Þá er deildarstjórum og starfsfólki nefnda bent á að kynna ungmennaráð og hlutverk þess fyrir nýjum kjörnum fulltrúum.

Lagt fram til kynningar.

6.Ormsteiti 2018

201809090

Fyrir liggur greinargerð Menningarsamtaka Héraðsbúa um framkvæmd Ormsteitis sem haldið var í ágúst 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar Menningarsamtökum Héraðsbúa fyrir góð störf við framkvæmd Ormsteitis. Í samræmi við bókun nefndarinnar frá í vor leggur nefndin til að auglýst verði eftir aðila eða aðilum um framkvæmd, útfærslu bæjarhátíðarinnar Ormsteiti 2019 og eða til næstu ára. Starfsmanni falið að útbúa drög að auglýsingu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Reglur er varða menningarmál

201801002

Fyrir liggja hugmyndir um reglur er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum. Málið var á dagskrá á fundi nefndarinnar 22. janúar 2018.

Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 20:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?