Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

72. fundur 13. ágúst 2018 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir varamaður
  • Skúli Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Uppbygging vindorku innan Fljótsdalshéraðs

201706031

Fyrir liggur erindi frá Orkusölunni varðandi nýtingu vindorku innan sveitarfélagsins. Málinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar frá bæjarráði 9. júlí 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd er fylgjandi nýtingu vindorku í sveitarfélaginu og leggst ekki gegn fyrirhugðum rannsóknum á tilgreindu svæði á Úthéraði (í landi Hóls og Klúku).
Nefndin leggur jafnframt til að fleiri svæði verði rannsökuð í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tilnefning til Menningarverðlauna SSA 2018

201807022

Fyrir liggur tölvupóstur frá starfsmanni SSA, dagsettur 9. júlí 2018, þar sem vakin er athygli á möguleika sveitarfélaga á tilnefningu til menningarverðlauna SSA, sem afhent verða á aðalfundi samtakanna 7. september.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að koma upplýsingum um tilnefningu nefndarinnar til SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Stjórn Minjasafns Austurlands

201807023

Samkvæmt samþykktum fyrir atvinnu- og menningarnefnd tilnefnir nefndin þrjá fulltrúa í stjórn Minjasafns Austurlands m.a. til að fara með
umboð sveitarfélagsins á aðalfundi safnsins.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi skipi stjórn Minjasafns Austurlands:
Ásdís Helga Bjarnadóttir, formaður (B)
Jónína Brynjólfsdóttir til vara (B)
Guðrún Ragna Einarsdóttir (D)
Sigríður Sigmundsdóttir til vara (D)
Steinar Ingi Þorsteinsson, (L)
Sigrún Blöndal til vara, (L)

Samþykkt samhljóða með handaupprétingu.

4.Landvarsla á Víknaslóðum og nágrenni

201806099

Fyrir liggur bréf frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum, Stórurð, Stapavík, Hjálmárdalsheiði, Vestdal og Vestdalsvatni í tvo mánuði ár hvert, fyrst árið 2019.

Erindinu var beint til atvinnu- og menningarnefndar frá bæjarráði 25. júní 2018, til umfjöllunar og tillögugerðar.

Atvinnu- og menningarnefnd telur mikilvægt að sveitarfélagið komi að þessu verkefni og gerður verði samningur milli aðila um það. Nefndin leggur til að sérstaklega verði gert ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um styrk vegna tónlistarmyndbands

201806167

Fyrir liggur tölvupóstur frá Evu Björk Eyþórsdóttur, dagsettur 29. júní 2018, þar sem óskað er eftir styrk til gerðar tónlistarmyndbands.

Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að veita umbeðinn styrk að þessu sinni en bendir jafnframt á að styrkir verða auglýstir til umsókna í lok þessa árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019

201803121

Farið yfir ýmis gögn er varða fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar. Gert verði ráð fyrir að á næsta fundi nefndarinnar mæti á fundinn forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra. Jafnframt verði óskað eftir að fjármálastjóri mæti á fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs, endurskoðun

201807024

Samkvæmt Menningarstefnu Fljótsdalshéraðs, sem samþykkt var af bæjarstjórn 4. maí 2016, er gert ráð fyrir að menningarstefnan verði tekin til endurskoðunar fyrir 1. október 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að kalla eftir tillögum og athugasemdum við stefnuna frá þeim stofnunum sveitarfélagsins sem hún nær til. Þeim verði skilað fyrir 15. október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

201807025

Samkvæmt Samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs skipar nefndin að hausti þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs til
tveggja ára í senn. Fagráðið var síðast skipað 2016.

Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

9.Barnamenningarhátíð á Fljótsdalshéraði

201804134

Fyrir liggur til kynningar dagskrá barnamenningarhátíðarinnar BRAS sem haldin verður í september með þátttöku grunn-, leik- og tónlistarskólanna í sveitarfélaginu og menningarstofnum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?