Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

71. fundur 25. júní 2018 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Skúli Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Benedikt Warén sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi M-listans.

1.Samþykkt fyrir atvinnu- og menningarnefnd

201806109

Fyrir liggur Samþykkt fyrir atvinnu- og menningarnefnd ásamt öðrum samþykktum, reglum og lögum er varða störf nefndarinnar.

Lagt fram til kynningar.

2.Fundartími atvinnu- og menningarnefndar

201806110

Fastur fundartími atvinnu- og menningarnefndar ákveðinn annan og fjórða mánudag í hverjum mánuði kl. 17.00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019

201803121

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar, sem og tillögur um fjárhagsáætlanir stofnana sem undir nefndina heyra, frá forstöðumönnum þeirra.

Farið yfir helstu niðurstöðutölur í þeim áætlunum sem verið er að vinna að. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

4.Upplýsingaskilti, staðsetning og útlit

201804033

Fyrir liggja hugmyndir um útlit skilta í skiltastanda sem voru til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd 11. apríl 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrst verði sett upp skilti á gatnamótum Fagradalsbrautar og Tjarnarbrautar með upplýsingum um stofnanir við Tjarnarbraut.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2018

201805088

Fyrir liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. frá 30. maí 2018, ásamt öðrum gögnum frá fundinum.

Lagt fram til kynningar.

6.Leiðarljós fyrir þá gesti sem koma með skemmtiferðaskipum til Seyðisfjarðar

201806122

Fyrir liggur frá Seyðisfjarðarkaupstað boð um að Fljótsdalshérað taki þátt í vinnufundi sem samtökin "AECO - Association of Arctic Expedition Cruise Operators" ætla að standa fyrir á Seyðisfirði 26. júní 2018, um gerð leiðarljóss (community guide lines) fyrir þá gesti sem koma með skemmtiferða-/ -leiðangursskipum til Seyðisfjarðarhafnar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmaður nefndarinnar sæki fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?