Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

67. fundur 09. apríl 2018 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

201803138

Fyrir liggja til umsagnar drög að Æskulýðsstefnu Fljótsdalshéraðs frá starfshópi um mótun stefnunnar, dagsett 22. mars 2018.

Starfsmanni falið að koma athugasemdum nefndarinnar til starfshópsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ormsteiti 2018

201801076

Fyrir liggur fundargerð starfshóps sem hafði það hlutver að gera tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis, dagsett 5. apríl 2018.

Í tillögum starfshópsins kemur fram að tímabært sé að hvíla Ormsteiti, amk tímabundið og að auglýst verði eftir tillögum frá aðila eða aðilum sem standa vilja fyrir hátíð, viðburði á Fljótsdalshéraði sem höfði til allra íbúa sveitarfélagsins, ungra sem aldinna. Með slíku fyrirkomulagi er þess vænst að leysa megi úr læðingi nýjar og áhugaverðar hugmyndir sem og frumkvæði einstaklinga eða félagasamtaka.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að á þessu ári verði Ormsteiti haldið með nokkuð svipuðu fyrirkomulagi og áður. En tillögur starfshópsins komi til framkvæmda til og með árinu 2019. Auglýst verði eftir áhugasömum aðilum haustið 2018 sem vilja stjórna og reka hana, fyrst árið 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2019

201803121

Fyrir liggja drög að ramma fjárhagsáætlunar atvinnu- og menningarnefndar fyrir árið 2019 sem og frumáætlanir forstöðumanna stofnana sem undir hana heyra.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar drögum að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2019 til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Viðburðaáætlanir menningarstofnana og ungmennahúss

201804023

Fyrir liggja til kynningar viðburða- og fræðsluáætlanir Bókasafns Héraðsbúa, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Minjasafns Austurlands fyrir 2018.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?