Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

64. fundur 26. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál væri tekið á dagskrá sem er Umsókn um styrk vegna leiksýningar í Valaskjálf. Samþykkt samhljóða.

1.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

201511026

Fyrir liggur greinargerð frá undirbúningshópi um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishúsinu á Hjaltastað og Hjaltalundi.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar undirbúningshópnum fyrir góða greinargerð. Málið verður áfram til umfjöllunar og tekið fyrir á næstunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðstaða fyrir markað; Bæjarstjórnarbekkurinn 16.12.2017

201802109

Lagt fram erindi um svæði, pláss, hús, sem gæti hýst matar- og sveitamarkað á sumrin og Barramarkað fyrir jólin. Erindið var fram borið á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var á Barramarkaðnum 16. desember 2017. Erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar á fundi bæjarráðs 8. janúar 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við umhverfis- og framkvæmdanefnd að skoðað verði hvort reiðhöllin á Iðavöllum geti nýst sem framtíðarhúsnæði fyrir jólamarkað sem fram hefur farið í Barra hingað til. Í því sambandi þarf m.a. að skoða aðkomu og bílastæði við reiðhöllina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðstaða fyrir leikfélagið; Bæjarstjórnarbekkurinn 16.12.2017

201802108

Lagt fram erindi um aðstöðu fyrir Leikfélag Fljótsdalshéraðs sem fram var borið á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var á Barramarkaðnum 16. desember 2017. Erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar á fundi bæjarráðs 8. janúar 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd bendir á að leikfélagið hefur aðstöðu á vegum sveitarfélagsins til 2019 í Fellabæ, einnig stendur Sláturhúsið menningarsetur opið fyrir leikfélagið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skógardagurinn mikli og Ormsteiti

201802127

Fyrir liggur tölvupóstur frá Helga Bragasyni fyrir hönd undirbúningshóps um Skógardaginn mikla, dagsettur 21. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir viðræðum um að "skella saman" Skógerdeginum mikla og Ormsteiti.

Atvinnu- og menningarnefnd finnst hugmyndin áhugaverð og vísar henni að öðru leyti til vinnslu í undirbúningshópi um Ormsteiti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um styrk vegna leiksýningar í Valaskjálf

201802141

Fyrir liggur frá Leikhópnum Lotttu, umsókn, dagsett 23. febrúar 2018, um styrk vegna leiksýningar í Valaskjálf.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 0581.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?