Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

61. fundur 08. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi

1.Afgreiðsla menningarstyrkja, janúar 2018

201711115

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki en umsóknarfrestur var til 15. desember 2017.

Í vinnslu.

2.Atvinnumálasjóður 2018

201711088

Fyrir liggja úthlutunarreglur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að auglýstir verði styrkir til umsóknar úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs og felur starfsmanni að gera það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tilboð um kaup á olíumálverki

201712016

Fyrir liggur bréf dagsett 5. desember 2017 frá Ásdísi Jóhannsdóttur þar sem hún býður sveitarfélaginu að kaupa málverk eftir sig.

Atvinnu- og menningarnefnd hafnar erindinu að svo komnu máli og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna drög að reglum um listaverk í eigu sveitarfélagsins, þar sem m.a. verði fjallað um kaup á listaverkum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

201709076

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 11. desember 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reglur er varða menningarmál

201801002

Fyrir liggja hugmyndir að reglum er varða menningarmál og styðja eiga við stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum.

Málið í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?