Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

60. fundur 11. desember 2017 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Kristín María Björnsdóttir varamaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Gert er ráð fyrir að nefndarmenn mæti kl. 17.00 að Lagarbraut 4 í Fellabæ þar sem Kristján Krossdal kynnir fyrirtæki sitt.

1.Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

201610008

Á fundinn undir þessum lið mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal frá Austurbrú sem gerði grein fyrir stöðu innviðagreiningar fyrir Fljótsdalshérað.

2.Raforkumál á Fljótsdalshéraði

201711065

Fulltrúi Landsvirkjunar, Óli Grétar Blöndal Sveinsson, tók þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum síma. Jafnframt sat fundinn undir þessum lið Jón Steinar Garðarsson Mýrdal vegna vinnu sinnar við innviðagreiningu.

3.Samningur um verkefnastjóra markaðsmála hjá Þjónustusamfélaginu á Héraði

201701133

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Þjónustusamfélagið á Héraði.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samningsdrög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Uppsögn á leiguhúsnæði

201711089

Lagt fram uppsagnarbréf á leiguhúsnæði að Miðvangi 31, sem Fóðurblandan hf. hefur verið með á leigu. Málið var á dagskrá bæjarráðs 27. nóvember 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að húsnæðið að Miðvangi 31 verði auglýst til leigu og að þjónustutengd starfsemi verði í húsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerð starfshóps um fræðasetur Jóns lærða á Úthéraði, frá 15. desember 2017

201712028

Fyrir liggur fundargerð starfshóp um fræðasetur Jóns lærða á Úthéraði, frá 15. desember 2017, til kynningar.

6.17. júní hátíðahöld á Fljótsdalshéraði

201709076

Fyrir liggja drög að endurskoðuðum samningi við Fimleikadeild Hattar um undirbúning, stjórnun og framkvæmd 17. júní hátíðahalda á Fljótsdalshéraði.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 20. nóvember 2017.

Málið í vinnslu.

7.Snorraverkefnið - beiðni um styrk fyrir árið 2018

201711099

Fyrir liggur bréf frá Snorraverkefninu dagsettur 20. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið sem felur m.a. í sér móttöku ungmenna af íslenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum á næsta ári.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000. sem tekið verði af lið 0589 á árinu 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerð Minjasafns Austurlands frá 20. nóvember 2017

201711083

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 20. nóvember 2017 ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir 2018.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 30.10.2017 og 27.11.2017

201712027

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 30.10.2017 og fundargerð aðalfundar safnsins frá 27.11.2017.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?