Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

51. fundur 10. apríl 2017 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál væri tekið á dagskrá, sem er Þjónustu- og samstarfssamningur við Austurbrúa.
Samþykkt samhljóða.

1.Hjaltalundur félagsheimili

201703052

Á fundinn undir þessum lið mættu Guðmundur Karl Sigurðsson og Sigbjörn Sævarsson, fulltrúar húsráðs Hjaltalundar.

Rædd var staða og hlutverk Hjaltalundar til framtíðar.
Aðilar sammála um að brýn þörf er á viðhaldi á húsinu.

Málið er áfram í vinnslu.

2.Sóknaráætlun Austurlands, störf menningarfulltrúa

201703137

Á fundinn undir þessum lið mætti Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi hjá Austurbrú.
Á fundinum var m.a. farið yfir menningarhluta Sóknaráætlunar Austurlands og áhersluverkefnið Menningarstarf á Austurlandi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að hlutverk menningarfulltrúa Austurlands sé betur skýrt og um leið ábyrgð á framkvæmd menningarverkefna sóknaráætlunarinnar. Nefndin óskar jafnframt eftir að greinargerðir menningarfulltrúa um menningarstarf sem undir hann heyra verði sendar nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skógardagurinn mikli 2017

201703092

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Félagi skógarbænda á Austurlandi vegna Skógardagsins mikla 2017.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Yfirlit launa hjá stofnunum janúar til mars 2017

201703185

Fyrir liggur yfirlit launa hjá hjá stofnunum sveitarfélagsins fyrir mánuðina janúar til mars 2017.

Lagt fram til kynningar.

5.Stefnumót við Skógarsamfélag II

201704019

Fyrir liggur styrkumsókn frá SAM félagi, grasrótarsamtökum skapandi fólks á Austurlandi, um vinnustofu til að efla skógarmenningu og viðarnytjar á Austurlandi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 1389.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk vegna starfsemi Leikfélags Fljótsdalshéraðs

201704026

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs vegna uppsetningar á leikverki sem sýnt verðu í maí 2017 og vegna undirbúnings á sviðsverki sem fyrirhugað er til sýningar í mars 2018.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að leikfélagið verði styrkt um kr. 450.000 sem tekið verði af lið 0581.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2018

201704015

Í vinnslu.

8.Þjónustu- og samstarfssamningur við Austurbrú ses.

201704038

Fyrir liggur þjónustu- og samstarfssamningur við Austurbrú vegna ársins 2017. Framlag sveitarfélagsins rúmast innan þeirrar áætlunar sem gerð var í haust vegna samningsins.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?