Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

50. fundur 20. mars 2017 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Björnsdóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Ásgrímur Ásgrímsson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka nýtt mál á dagskrá og var það samþykkt samhljóða. Málið er síðast á dagskrá.

1.Hjaltalundur félagsheimili

201703052

Fyrir liggja minnispunktar frá fundi fulltrúa Hollvinasamtaka Hjaltalundar og starfsmanns sveitarfélagsins frá 10. mars 2017.

Á fundinn undir þessum lið mætti Þorvaldur Hjarðar formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem ræddi hugmyndir um svæðið og hugsanlega nýtingu Hjaltalundar.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að húsráð Hjaltalundar mæti á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Atvinnumál

201703082

Á fundinn undir þessum lið mætti Margrét Árnadóttir starfsmaður Þjónstusamfélagsins á Héraði. Farið var yfir stöðuna á verslun og þjónustu á svæðinu, ásýnd miðbæjarins o.fl.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir því við Þjónustusamfélagið á Héraði og umhverfis- og framkvæmdanefnd að koma að undirbúningi opins fundar um verslun og þjónustu í þéttbýlinu og ásýnd miðbæjarsvæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalfundur Barra ehf 28. mars 2017

201703065

Fyrir liggur fundarboð vegna aðalfundar Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, 28. mars 2017. Einnig liggur fyrir ársreikningur 2014 og 2015, drög að ársuppgjöri 2016 og áætlun fyrir 2017 til 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóri fari með atkvæðisrétt fyrir hönd Atvinnumálasjóðs á aðalfundi Barra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Gróðrarstöðin Barri ehf.

201702096

Málið var áður á dagskrá atvinnu og menningarnefndar 6. mars 2017.

Á fundi bæjarráðs 13. mars 2017 var samþykkt að vísa erindinu aftur til afgreiðslu nefndarinnar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að nefndin ráðstafi fjármagni Atvinnumálasjóðs til hlutafjáraukningar í Barra ehf. að því gefnu að félaginu takist að tryggja a.m.k. jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum og að jafnframt hafi tekist að fjármagna fyrirhuguð verkefni Atvinnumálasjóðs með öðrum hætti.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að hlutur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs í Gróðrastöðinni Barra ehf verði aukinn um allt að kr. 2.000.000, að því gefnu að félaginu takist að tryggja a.m.k. jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum. Nefndin beinir því til bæjarráðs að tryggja með öðrum hætti fjármögnun þeirra verkefna sem áður höfðu verið ákveðin á vegum Atvinnumálasjóðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ljóð á vegg 2017

201703037

Skipa þarf fulltrúa atvinnu og menningarnefndar í verkefnisstjórn verkefnisins Ljóð á vegg. Aðrir fulltrúar í verkefnisstjórn eru einn frá Safnahúsinu og einn sem tilnefndur er sameiginlega af skólastjórum leik- og grunnskólanna á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Ragnhildur Rós Indriðadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í verkefnisstjórn Ljóð á vegg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ormsteiti 2017

201702030

Fram kom á fundinum að enginn sótti um starf framkvæmdastjóra Ormsteitis en umsóknarfrestur rann út 10. mars s.l. Jafnframt kom fram að starfsmaður nefndarinnar hefur verið í sambandi við einstaklinga um starfið frá því umsóknarfresti lauk.

Nokkuð var rætt um fyrirkomulag hátíðarinnar að þessu sinni.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að aðkoma og framlag áhaldahúss og vinnuskóla verði skýrt þannig að ekki þurfi að gera ráð fyrir framkvæmdafé hátíðarinnar í þessa þætti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í mars 2017

201703073

Fyrir liggur niðurstaða úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá 15. mars s.l. Fljótsdalshérað sótti um styrk til fjögurra verkefna en fékk úthlutað styrk til eins verkefnis, vegna Rjúkanda, kr. 2.736.000. Nefndin fagnar þessu framlagi sem er mikilvægt vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og álags á svæðið.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

8.Afnot af Iðavöllum fyrir leikstarfsemi

201703085

Fyrir liggur bréf frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, þar sem þess er farið á leit að leikfélagið fái afnot af félagsheimilinu Iðavöllum í apríl og maí til æfinga og sviðsetningar á leikriti.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í erindið og felur starfsmanni að gera drög að samningi um málið í samráði við húsráð félagsheimilisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?