Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

45. fundur 09. janúar 2017 kl. 17:00 - 19:34 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Þorvaldur P. Hjarðar varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

201611106

Á fundi bæjarráðs 19. desember 2016 var eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt:
Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd 14. desember 2016 erindið, beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum.
Austurför ehf. óskar eftir að fá að setja upp smáhýsi á tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Smáhýsin eru undir 15m2 að stærð og lægri en 2,5m að hæð. Fyrst um sinn yrðu staðsett 2-3 hýsi næsta vor en gætu orðið 10-15 talsins í framtíðinni.

Bæjarráð lítur svo á að uppbygging á borð við þá sem gert er ráð fyrir í þeim tillögum sem liggja fyrir í málinu eigi að vera á forræði sveitarfélagsins, sem eiganda tjaldsvæðisins, en ekki rekstraraðila.

Á meðan ekki hefur verið mótuð stefna hjá sveitarfélaginu um aukið þjónustuframboð á tjaldsvæðinu telur bæjarráð ekki tímabært að leggja til breytingar á deiliskipulagi sem gera ráð fyrir slíkri uppbyggingu. Eigi að móta slíka stefnu telur bæjarráð eðlilegt að unnið verði að því á vettvangi atvinnu- og menningarnefndar og að málið komi til afgreiðslu bæjarstjórnar í framhaldi.

Bæjarstjóra og atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa er falið að boða bréfritara til fundar til að kynna og fara yfir afgreiðslu erindisins.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur sem móti stefnu um tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Gert verði ráð fyrir að hópurinn skili af sér niðurstöðum fyrir 1. maí 2017. Starfshópinn myndi Þórður M. Þorsteinsson sem verði formaður hópsins, Ragnhildur Rós Indriðadóttir og Þorvaldur Hjarðar. Einnig er lagt til að umhverfis- og framkvæmdanefnd skipi einn fulltrúa í hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns

201602100

Á fundi bæjarstjórnar 2. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:
Bæjarstjórn samþykkir að mótuð verði stefna um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum, svo sem Lómatjarnargarðs og Skjólgarðs auk annarra svæða sem ástæða þykir að falli undir slíka vinnu. Litið verði til uppbyggingar á sérstökum alþýðulistagarði. Atvinnu- og menningarnefnd er falið að halda utan um verkefnið í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði sérstakur sjóður sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að tveir fulltrúar nefndarinnar og tveir fulltrúar umhverfis- og framkvæmdanefndar móti stefnu um hlutverk opinna svæða á Egilsstöðum og Fellabæ. Hópinn myndi Guðmundur Sveinsson Kröyer og Alda Ósk Harðardóttir fyrir hönd nefndarinnar. Óskað er eftir að umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefni tvo fulltrúa.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að gera drög að stofnskrá fyrir sjóð sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilistaverki á 75 ár afmæli Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Skógarsveitarfélag; listaverk úr skógarviði

201612081

Fyrir liggur erindi frá bæjarstjórnarbekknum á Barra 17. desember 2016 þar sem lagt er til að koma á samstarfi skógarbænda og sveitarfélagsins um gerð listaverka sem væru sýnileg á opnum svæðum.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar fyrir ágæta hugmynd og felur starfsmannni að ræða við fulltrúa skógarbænda á Héraði um mögulega útfærslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsóknir um menningarstyrki janúar 2017

201612101

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki sem auglýstir voru til umsóknar á síðasta ári með umsóknarfresti til 16. desember 2016.

Farið yfir umsóknir og stefnt að afgreiðslu þeirra á næsta fundi nefndarinnar.

5.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

201112020

Fyrir liggja gögn frá Vinnumálastofnun um stöðu vinnumarkaðar og einnig skýrslan Atvinnutekjur 2008-2015
eftir atvinnugreinum og svæðum, sem gefin var út af Byggðastofnun í desember 2016.

Lagt fram til kynningar og umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:34.

Getum við bætt efni þessarar síðu?