Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

44. fundur 12. desember 2016 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Ásgrímur Ásgrímsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

201611078

Til kynningar er ráðning í starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, en nýr forstöðumaður, Kristín Amalía Atladóttir, tekur til starfa frá og með næstu áramótum.
Atvinnu- og menningarnefnd býður Kristínu velkomna til starfa fyrir Menningarmiðstöðina og óskar henni velfarnaðar í starfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Egilsstaðastofa

201501023

Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu og tjaldsvæðið á Egilsstöðum, milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar, og Þjónustusamfélagsins á Héraði að þeim þáttum sem eingöngu snúa að Egilsstaðastofu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 21. nóvember 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti en vísar viðauka við samninginn, um uppbyggingu á svæðinu, til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

201611004

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Þjónustusamfélagsins á Héraði.
Málið var síðast á fundi nefndarinnar 21. nóvember 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Áfangastaðurinn Austurland, framlag sveitarfélaga í fjórða skrefi verkefnisins

201612016

Fyrir liggur erindi frá Austurbrú, dagsett 7. desember 2016 þar sem óskað er eftir vinnuframlagi atvinn-, menningar- og ferðamálafulltrúa sveitarfélaganna á Austurlandi vegna aðkomu að verkefninu Áfangastaðurinn Austurland.

Atvinnu- og menningarnefnd mælir með því að starfsmaður nefndarinnar sinni verkefninu hér eftir sem hingað til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Gjaldskrá Félagsheimilisins Hjaltalundar 2017

201611102

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir fyrir Félagsheimilið Hjaltalund fyrir 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir tillögu að gjaldskrá Félagsheimilisins Hjaltalundar um 3% hækkun fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Gjaldskrá Félagsheimilisins Iðavallar 2017

201611103

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Iðavelli fyrir 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir tillögu að gjaldskrá Félagsheimilisins Iðavalla um 3% hækkun fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Gjaldskrá Sláturhússins menningarseturs 2017

201611104

Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá Sláturhússins menningarseturs fyrir árið 2107.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir tillögu að gjaldskrá Sláturhússins menningarseturs um 3% hækkun fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?