Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

42. fundur 07. nóvember 2016 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varaformaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201610077

Fyrir liggja ályktanir frá aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi árið 2016.
Málinu vísað frá bæjarráði 17. október 2016 til kynningar og umfjöllunar.

Lagt fram til kynningar.

2.Hugvangur - frumkvöðlasetur

201609100

Fyrir liggja hugmyndir um áframhaldandi starfsemi Hugvangs frumkvöðlaseturs.
Starfsmanni falið að ljúka málinu fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Menningarstyrkir 2017

201610088

Samkvæmt reglum um úthlutun menningarstyrkja Fljótsdalshéraðs skulu verkefnastyrkir auglýstir til umsóknar fyrir 15. nóvember ár hvert.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að auglýsa eftir umsóknum um menningarstyrki til Fljótsdalshéraðs, samkvæmt reglum þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

201103185

Fyrir liggur til kynningar viljayfirlýsing Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss á Egilsstöðum, sem undirrituð var 16. október 2016.
Málið var á dagskrá bæjarstjórnar 19. október 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar undirritun viljayfirlýsingarinnar vegna uppbyggingar menningarhússins. Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030

201610092

Fyrir liggur greinargerð um framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030, með áhættugreiningu og sviðsmyndum.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur undir með skýrsluhöfundum um nauðsyn þess að auka hlutdeild sveitarfélaganna í tekjum af ferðamönnum til þess að þau geti staðið myndarlega að uppbyggingu sinna innviða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk til flutnings tónlistar

201611001

Fyrir liggur umsókn um styrk til flutnings tónlistar í Dvalarheimili aldraðra á aðventunni, dagsett 27. október 2016, frá Erlu Dóru Vogler.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 60.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði

201611004

Fyrir liggur samningur við Þjónustusamfélagið á Héraði sem gildir fyrir árin 2015-2016.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði mæti á næsta fund nefndarinnar til umræðu um samninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?