Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

41. fundur 24. október 2016 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Ásgrímur Ásgrímsson aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Hugvangur - frumkvöðlasetur

201609100

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Hugvangs frumkvöðlaseturs frá 23. september 2016 og fleiri gögn.

Atvinnu og menningarnefnd felur starfsmanni að fara yfir málið og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

201610008

Fyrir liggja ýmis gögn og minnispunktar um innviðagreiningu fyrir Fljótsdalshérað sem nýtt verði til að kynna sveitarfélagið sem áhugaverðan kost til fjárfestinga og búsetu.
Nefndin samþykkir að senda minnispunktana til Hitaveitu Egilsstaða og Fella til umfjöllunar.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

3.Reglur um úthlutun styrkja til menningarmála

201510016

Fyrir liggja reglur um úthlutun styrkja til menningarmála, en í þeim kemur fram að þær skuli teknar til endurskoðunar í október 2016.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að samþykktir um úthlutun styrkja til menningarmála verði óbreyttar frá því sem nú er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns

201602100

Fyrir liggja tillögur frá atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, sem þeim var falið að gera, um gerð útilistaverks og alþýðulistagarðs, í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 26. september 2016.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að mótuð verði stefna um hlutverk Lómatjarnargarðsins og uppbyggingu hans m.a. sem alþýðulistagarðs. Að öðru leyti er vísað til fyrirliggjandi minnispunkta um garðinn.

Nefndin leggur jafnframt til að stofnaður verði sérstakur sjóður sem hafi það hlutverk að fjármagna kaup á útilstaverki á 75 ára afmæli Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Egilsstaðastofa

201501023

Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 26. september 2016.

Farið yfir samningshugmyndir milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar um Egilsstaðastofu. Málið að öðru leyti í vinnslu.

6.Starfsmannamál

201610013

Fyrir liggur til kynningar bréf frá Unnari Geir Unnarssyni forstöðumanni menningarmiðstöðvarinnar, þar sem hann segir upp starfi sínu frá og með næstu áramótum.
Bréfið hefur verið tekið til afgreiðslu í bæjarráði og staðan hefur verið auglýst til umsóknar.

Atvinnu og menningarnefnd þakkar Unnari Geir fyrir samstarfið og óskar honum góðs gengis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu - drög að áætlun 2017

201610019

Fyrir liggja til umsagnar, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða ferðaþjónustu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Stapavík verði bætt inn á þennan lista.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um styrk vegna strengjamóts

201610026

Fyrir liggur styrkumsókn frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, dagsett 11. október 2016, vegna strengjamóts í umsjón skólans.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Snorraverkefni, beiðni um stuðning vegna 2017

201610021

Fyrir liggur tölvupóstur frá Snorraverkefninu dagsettur 10. október þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið sem felur m.a. í sér móttöku ungmenna af íslenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 0589 á árinu 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 26. september 2016

201610041

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 26. september 2016.

Lagt fram til kynningar.

11.Kór Egilsstaðakirkju/umsókn um styrk

201610044

Fyrir liggur styrkumsókn dagsett 13. október 2016, frá Kór Egilsstaðakirkju vegna ársins 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd beinir því til kórsins að sækja um styrk þegar menningarstyrkir fyrir 2017 verða auglýstir til umsóknar nú í nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Fyrir liggja drög að umsóknum til Framkvæmdasjóðs ferðamanna, en umsóknarfrestur er til 25. október 2016 og bókun umhverfis og framkvæmdanefndar um sama mál sem atvinnu og menningarnefnd tekur undir. Nefndin leggur jafnframt til að send verði inn umsókn vegna Fardagafoss.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Ársskýrsla Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs fyrir 2015-2016

201610065

Fyrir liggur til kynningar ársskýrsla Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs fyrir 2015 til 2016.

Lagt fram til kynningar.

14.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs. 2016

201610064

Fyrir liggur fundarboð ásamt ársskýrslu og ársreikningi vegna aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga sem haldinn verður í Safnahúsinu í Neskaupstað 3. nóvember 2016.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi verði fulltrúi Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?