Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

40. fundur 26. september 2016 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Ásgrímur Ásgrímsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna vegna ársins 2017 og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Jafnframt tillögur um viðhaldsverkefni og framkvæmdir.
Á fundinn undir þessum lið mættu Elsa Guðný Björvinsdóttir forstöðumaður Minjasafns Austurlands og Jóhanna Hafliða forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir atvinnumál að upphæð kr. 50.8 milljónir. Nefndin leggur til að á árinu 2017 verði unnin innviðagreining fyrir sveitarfélagið sem nýtt yrði til að kynna sveitarfélagið sem ákjósanlegan kost til fjárfestinga. Jafnframt leggur nefndin til að leitað verði til Hitaveitu Egilsstaða og Fella um þátttöku í kostnaði við gerð innviðagreiningarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir menningarmál kr. 113.9 milljónir, sem er 2 milljónir umfram ramma og er það vegna hátíðarhalda í tilefni af því að 70 ár eru frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Egilsstaðastofa

201501023

Fyrir liggur samkomulag um Egilsstaðastofu frá 11. febrúar 2015. Samkomulag þetta gildir til ársloka 2016. Það skal tekið til endurskoðunar fyrir 1. október 2016 m.a. með mögulega framlengingu í huga.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að samningur um Egilsstaðastofu verði endurskoðaður með framlengingu í huga. Nefndin leggur til að Guðmundur Sveinsson Kröyer og Ásgrímur Ásgrímsson verði fulltrúar nefndarinnar í viðræðuhópi um málið. Lagt er til að aðrir aðilar að samningnum skipi einnig fulltrúa í hópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

201602100

Fyrir liggja tillögur frá atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, sem þeim var falið að gera, um gerð útilistaverks og listagarðs, í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.

Málið er í vinnslu og stefnt að því að taka það fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

4.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

201609073

Fyrir liggja tilnefningar frá Listaháskóla Íslands, Listfræðafélagi Íslands og Sviðslistasambandi Íslands um fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir að eftirfarandi verði fulltrúar í fagráði Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs til tveggja ára skv. samþykktum fyrir miðstöðina:
- Fyrir Listaháskóla Íslands, Una Þorleifsdóttir aðalmaður og Alexander Graham Roberts varamaður.
- Fyrir Listfræðafélag Íslands, Baldvina S. Sverrisdóttir aðalmaður og Magnús Gestsson varamaður.
- Fyrir Sviðslistasamband Íslands, Marta Nordal aðalmaður og Orri Huginn Ágústsson varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Húsafriðunarsjóður 2016/umsókn um styrk

201607001

Fyrir liggur svarbréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 15. september 2016, við umsókn Fljótsdalshéraðs, þar sem fram kemur að sveitarfélaginu er veittur styrkur til að kanna og meta svæði sem geta komið til greina sem verndarsvæði í byggð.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar styrknum og felur starfsmanni að leita leiða til að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Fyrir liggja tillögur starfshóps um forgangsröðun uppbyggingar áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar og samþykkir fyrir sitt leyti þeirri forgangsröðun sem birtist í tillögunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?