Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

37. fundur 06. júní 2016 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Atvinnumálaráðstefna 2016

201512024

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að á haustmánuðum komi atvinnu- og menningarnefnd, bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdanefnd saman til fundar. Þar verði farið yfir ástand, horfur og framtíðarsýn í atvinnumálum, skipulagsmálum og uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201605076

Á fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 var óskað eftir að nefndir sveitarfélagsins sendi bæjarráði fyrir sumarleyfi hugmyndir að umfjöllunarefnum á aðalfundi SSA sem haldinn verður 7.-8. október á þessu ári.

Nefndin leggur til að til umræðu á aðalfundi SSA í haust verði eftirfarandi:
- Tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum
- Frekari stuðningur ríkisins við menningarmiðstöðvar
- Efling nýsköpunar á Austurlandi
- Skattkerfið sem tæki til búsetueflingar
- Nýting og búseta á ríkisjörðum
- Læknaskortur í fjórðungnum
- Efling starfsemi ríkisstofnana á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar drögum að fjárhagsætlun 2017 nefndinnar til bæjarráðs. Nefndin bendir á að lítið fé er lagt í atvinnumálasjóð, annað árið í röð, og leggur til að honum verði markaður fastur tekjustofn þannig að efla megi sjóðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Gálgaklettur / menningarminjar í miðjum bæ

201606003

Fyrir liggur humynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað þar sem lagt er til að vekja Gálgaklett til vegs og virðingar í samhengi við þá sögulegu viðburði sem þar áttu sér stað á fyrri tímum.

Atvinnu og menningarnefnd þakkar fyrir ábendinguna og leggur til að gert verði upplýsingaskilti sem geri sögustaðnum skil. Starfsmanni falið að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reglur um farandsölu

201604063

Meðfylgjandi er stutt greinargerð um málið. Einnig gildandi reglur um farandsölu og lögreglusamþykkt sveitarfélagsins.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 23. maí 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að reglur sveitarfélagsins um farandsölu, frá 2001, verði aflagðar. Jafnframt leggur nefndin til að í reglum sveitarfélagsins um notkun fasteigna Fljótsdalshéraðs, frá 2015, verði skerpt á því að fasteignir sveitarfélagsins verði ekki leigðar út til farandsala.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

201602100

Fyrir liggja minnispunktar um leiðir til að halda samkeppni um gerð útilistaverks í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum. Nefndin fól starfsmanni nefndarinnar og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs að útfæra leiðir á fundi sínum 9. maí 2016.

Ativnnu og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs að útfæra nánar leið tvö í fyrirliggjandi minnispunktum og leggja fyrir nefndina.

Jafnframt felur nefndin starfsmanni að þróa áfram hugmyndir um alþýðulistagarð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um styrk til flutnings dægurlagatónlistar í Sláturhúsinu og Dyngjunni

201606001

Fyrir liggur styrkumsókn frá Erlu Dóru Vogler, dagsett 31. maí 2016, til flutnings dægurlagatónlistar í Sláturhúsinu og Dyngjunni í sumar.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga 31. maí 2016

201606025

Fyrir liggur fundargerð stjórnarfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga þann 31. maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?