Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

36. fundur 23. maí 2016 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Auðlindagarður

201605028

Fyrir liggja tölvupóstar, dagsettir 2. og 4. maí 2016, frá Hilmari Gunnlaugssyni, þar sem reifaðar eru hugmyndir að klasasamstarfi um auðlindagarð. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 9. maí 2016, frá framkvæmdastjóra Austurbrúar um skyld efni. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 9. maí 2016.

Á fundinn undir þessum lið mætti Hilmar Gunnlaugsson og Jóna Árný Þórðardóttir sem var í síma.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar Hilmari og Jónu fyrir kynningu á þeim hugmyndum sem þau hafa verið að vinna að. Nefndin er áhugasöm um verkefnið og væntir frekari samvinnu við Austurbrú og fleiri aðila sem að því koma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalfundur Barra 11. maí 2016

201604099

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Gróðrastöðvarinnar Barra ehf frá 11. maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

3.Reglur um farandsölu

201604063

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 24. apríl 2016.

Málið er í vinnslu.

4.Ormsteiti 2016

201603134

Rætt um nýtingu fjármuna sveitarfélagsins til Ormsteitis og aðkomu áhaldahússins að undirbúningi og framkvæmd þess.

5.Staða atvinnumála og ýmis verkefni

201112020

Farið yfir nýafstaðna atvinnuráðstefnu og ýmis verkefni.

6.Fjárhagsáætlun 2017

201604089

Fyrir liggja drög að ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 sem samþykktur var í bæjarráði 9. maí 2016.

Málið í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?