Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

35. fundur 09. maí 2016 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Björn Ingimarsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Auðlindagarður

201605028

Fyrir liggja tölvupóstar, dagsettir 2. og 4. maí 2016, frá Hilmari Gunnlaugssyni, þar sem reifaðar eru hugmyndir að klasasamstarfi um auðlindagarð. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur, dagsettur 9. maí 2016, frá framkvæmdastjóra Austurbrúar um skyld efni.

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Atvinnu- og menningarnefnd óskar eftir að aðilar málsins mæti á næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Atvinnumálaráðstefna 2016

201512024

Farið var yfir undirbúning atvinnuráðstefnunnar sem haldin verður n.k. fimmtudag, undir heitinu Auðlindir og atvinnusköpun.

3.Félagsheimilið Iðavellir/eftirlitsskýrsla HAUST

201604174

Fyrir liggur til kynningar eftirlitsskýrsla frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, dagsett 26. apríl 2016, vegna Félagsheimilisins Iðavöllum.

Lagt fram til kynningar.

4.Flugfélag Austurlands

201604163

Fyrir liggur tölvupóstur frá Kára Kárasyni f.h. Flugfélags Austurlands ehf, dagsettur 26. apríl 2016, þar sem kannaður er áhugi hagsmunaaðila á svæðinu á því verkefni að festa kaup á flugvél af gerðinni Cessna og óskað eftir tillögum og hugmyndum um hvernig flugvél gæti nýst bæjarfélögum og fyrirtækjum í fjórðungnum.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar þessu frumkvæði og telur að í því geti falist fjölmörg tækifæri ekki síst á sviði ferðaþjónustu og jafnvel til innanlandsflugs bæði innan fjórðungs og utan. Fljótsdalshérað telur sér ekki fært að leggja fjármuni í verkefnið að sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sjötíu ára afmæli Egilsstaðakauptúns.

201602100

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 7. mars 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar og forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs að útfæra leiðir til að halda samkeppni um gerð útilistaverks í tilefni þess að á næsta ári eru 70 ár liðin frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.

Samþykkt samljóða með handauppréttingu.

6.Ársreikningur og ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir 2015

201605037

Fyrir liggur ársreikningur, ársskýrsla fyrir 2015 svo og fundargerð aðalfundur stjórnar Minjasafns Austurlands, frá 25.apríl 2016.

Lagt fram til kynningar.

7.Snorraverkefni, beiðni um stuðning vegna 2016

201605042

Fyrir liggur beiðni frá Snorrasjóði, dagsett 5. maí 2016, um stuðning við Snorraverkefnið 2016. En verkefnið lýtur að því að veita ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 75.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?