Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

31. fundur 22. febrúar 2016 kl. 17:00 - 19:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Fyrir fundinn fór nefndin í heimsókn á Hótel Eyvindará þar sem Sigurbjörg Flosadóttir og Ófeigur Pálsson kynntu starfsemi hótelsins sem byggst hefur hratt upp undanfarin ár.

1.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Fyrir liggja drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs sem vinnuhópur atvinnu- og menningarnefndar hefur unnið að á undanförnum mánuðum og skilar nú af sér. Vinnuhópinn skipuðu þau Esther Kjartansdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir (formaður), Sigríður Þráinsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson auk Óðins Gunnars sem var starfsmaður hópsins.

Atvinnu- og menningarnefnd þakkar vinnuhópnum vel unnin störf og óskar eftir umsögnum við stefnudrögin fyrir 1. apríl 2016, frá eftirfarandi aðilum: Nefndum sveitarfélagsins, skólastofnunum, menningarstofnunum og félagsmiðstöðvum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um verkefnastyrk/Félag ljóðaunnenda á Austurlandi

201512096

Fyrir liggur styrkumsókn frá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi vegna útgáfu þriggja bóka. Umsókn þessi fórst fyrir við afgreiðslu menningarstyrkja á fundi nefndarinnar í janúar síðast liðinn.

Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að veita umbeðinn styrk að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnumálaráðstefna 2016

201512024

Fyrir liggja gögn vegna atvinnumálaráðstefnu sem fyrirhuguð er 12. maí n.k.

Málið er í vinnslu.

4.Ljóð á vegg 2016

201602109

Fyrir liggja reglur um framkvæmd verkefnisins Ljóð á vegg.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að ljóðin sem sett voru á veggi á síðasta ári fái að standa áfram fram á vorið 2017.

Nefndin óskar eftir að söfnin þrjú í Safnahúsinu, annars vegar og hins vegar leik- og grunnskólar sveitarfélagsins tilnefni fulltrúa sína í stjórn verkefnisins Ljóð á vegg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sjötíu ára afmæli Egilsstaða

201602100

Málið verður tekið til frekari umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Egilsstaðastofa

201501023

Málið í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?