Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

30. fundur 08. febrúar 2016 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Galtastaðir fram

201506073

Á fundinn undir þessum lið mættu Anna Lísa Rúnarsdóttir og Guðmundur Lúther Hafsteinsson frá Þjóðminjasafni Íslands og Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Maríanna Jóhannsdóttir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar og Þórdís Sveinsdóttir frá Minjasafni Austurlands.

Fulltrúar Þjóðminjasafnisins fóru yfir viðgerðir og uppbyggingu á Galtastöðum fram undanfarin misseri, en gert er ráð fyrir að hægt verði að opna bæinn fyrir gesti árið 2017. Ræddir voru möguleikar á samstarfi á milli Þjóðminjasafnsins og Minjasafnsins um rekstrarfyrkomulag hússins.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar framkvæmdum við enduruppbyggingu húsa á Galtastöðum. Gert er ráð fyrir að Minjasafn Austurlands leggi fram hugmyndir um opnun og umsjón staðarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum/Styrkumsókn

201601222

Fyrir liggur umsókn styrk frá Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum vegna uppsetningar á leiksýningunni Eldhús eftir máli.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Málfundafélag Menntaskólans á Egilsstöðum/styrkumsókn

201601232

Fyrir liggur umsókn um styrk frá Málfundafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum vegna þátttöku í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Málfundafélag Menntaskólans á Egilsstöðum verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0589.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Atvinnumálaráðstefna 2016

201512024

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að atvinnumálaráðstefna á vegum sveitarfélagsins verði haldin 12. maí 2016. Málið að öðru leyti í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Áfangastaðurinn Austurland

201409105

Fyrir liggja drög að greinargerð sem ber heitið Austurland in our mind, og er greining og áæltun um verkefnið Áfangastaðurinn Austurland, sem unnið er undir forystu Austurbúar í samstarfi við sveitarfélög á Austurlandi og fleiri aðila. Einnig skjal með tillögum um vörumerki (brand) fyrir Austurland.

Málið lagt fram til umræðu og kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?