- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Á fundi bæjarráðs 27. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi hluthafafund Gróðrarstöðvarinnar Barra og fór yfir umræður þar og kynnti beiðni um hlutafjáraukningu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar og að hún taki afstöðu til mögulegrar ráðstöfunar fjármagns úr atvinnumálasjóði til hlutafjáraukningar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að nefndin afgreiði málið fyrir næsta fund bæjarráðs nk. mánudag.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að hlutur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs í Gróðrastöðinni Barra ehf verði aukinn í hlutfalli við eign sjóðsins í félaginu, um allt að kr. 3.638.321, miðað við að tilgreint lágmark safnist í heild sem aukið hlutafé. Nefndin leggur til að þetta verði samþykkt sem viðauki.
Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Gróðrastöðvarinnar Barra ehf, sat hluta fundarins undir þessum lið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.