Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

12. fundur 26. janúar 2015 kl. 17:00 - 18:40 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Atvinnumálasjóður 2015

201501196

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að styrkir verði auglýstir verði til umsóknar úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til og með 1. mars 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

201408045

Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 10. nóvember 2014.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur til að móta dagskrá til að minnast hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Eftirfarandi aðilar myndi starfshópinn: Bára Stefánsdóttir, Björn Gísli Erlingsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Halla Eiríksdóttir. Starfsmanni falið að kalla hópinn saman.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samningur um tjaldsvæðið á Egilsstöðum

201501022

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar ehf. um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Málinu vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn 22. janúar 2015.

Atvinnu- og menningarnefnd fór yfir málið og staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um styrk vegna "hreindýramessu"

201501127

Fyrir liggur umsókn um styrk, undirrituð af Þórhalli Borgarssyni, dagsett 16.1.2015, vegna dagskrár og viðburðar sem fyrirhuguð er 21. og 22. febrúar og ætlað er að vekja athygli á þeirri sérstöðu sem hreindýrin eru fyrir Austurland.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur vel í umsóknina og fagnar frumkvæðinu en felur starfsmanni að óska eftir nákvæmari upplýsingum um verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerð Héraðsskjalasafns Austfirðinga 6. nóvember 2014

201412055

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 6. nóvember 2014.

Lagt fram til kynningar.

6.Stjórnarfundur Héraðsskjalasafns 12.des.2014

201501012

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 12. desember 2014.

Lagt fram til kynningar.

7.Myndasafn til varðveislu

201406071

Fyrir liggja drög að samningi við Þórarin Hávarðsson um varðveislu og afnot af myndefni sem varðveitt verður á Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi að upphæð kr. 223.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?