Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

9. fundur 24. nóvember 2014 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Þórarinn Páll Andrésson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar eftir að nýtt mál, Húsráð félagsheimilsins á Eiðum, yrði tekið á dagskrá fundarins og var það samþykkt samhljóða.

1.Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland

201410144

Á fundinn undir þessum lið mætti María Hjálmarsdóttir frá Austurbrú og fór hún yfir stöðu ýmissa mála er varða millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll.

Atvinnu-, og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs kallar eftir heilstæðri stefnu frá stjórnvöldum um rekstur og markaðssetningu alþjóða flugvallarins á Egilsstöðum. Það er skoðun nefndarinnar að stefna skuli að því að opnuð verði fleiri en ein fluggátt fyrir alþjóðaflug inn í landið vegna aukningar ferðamanna, öryggis þeirra og sem lið í því að dreifa álagi vegna hins aukna ferðamannastraums til landsins.
Nefndin tekur heilshugar undir ályktun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá því í september sl. þar sem eindreginn stuðningur var við hugmyndina um eflingu Egilsstaðaflugvallar sem aðra gátt ferðamanna til landsins. Bókun bæjastjórnar Norðurþings frá 21. október sl. tekur undir þessa hugmynd en þar eru stjórnvöld hvött til að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til erlendra flugfélaga sem valkost við Keflavíkurflugvöll.
Nefndin fagnar því að Egilsstaðaflugvöllur sé nefndur í þessum bókunum sem annar valkostur við Keflavík, og styrkir þá skoðun nefndarinnar að hann sé best til þessa hlutverks fallinn.
Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs skorar á stjórnvöld að byggja flugvöllinn upp enn frekar svo nýta megi hann betur sem alþjóðlega samgöngumiðstöð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ályktanir aðalfundar SSA 2014

201411035

Fyrir liggja ályktanir síðasta aðalfundar SSA sem helst snerta hlutverk atvinnu- og menningarnefndar.

Lagt fram til kynningar og frekari vinnslu.

3.Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015

201411100

Starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2015 tekin til umræðu og málið að öðru leyti í vinnslu.

4.Upplýsingamiðstöð

201411024

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerður verður samningur milli Fljótsdalshéraðs, Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar ehf um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum. Fyrirhuguð miðstöð verði staðsett í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins. Þar verði jafnframt gert ráð fyrir bílastæðum fyrir rútur og almenningssalernum. Gerður verði samningur til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármunir Fljótsdalshéraðs til reksturs upplýsingamiðstöðvarinnar verði teknir af lið 13.62. Nefndin er tilbúin að skoða aðkomu annarra aðila að miðstöðinni samræmist hún áherslum sveitarfélagsins og rekstraraðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

201410062

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að starfsmaður nefndarinnar fari yfir starfslýsingu forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs með hliðsjón af þeirri þróun sem orðið hefur á starfinu síðustu misserin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk vegna sýningarinnar Yfir hrundi askan dimm...

201411083

Fyrir liggur umsókn um styrk, undirrituð af Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, vegna sýningarinnar Yfir hrundi askan dimm..., sem sett hefur verið upp í Sláturhúsinu.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur að verkefnið verði styrkt um kr. 45.000 sem verði tekið af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Atvinnumál

201410058

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Alta um tækifæri í byggðaþróun og atvinnu á grunni sérstöðu. Í vinnslu.

Atvinnu og menningarnefnd óskar aðstandendum verkefnisins Austurland: Design from Nowhere til hamingju með Hönnunarverðlaun Íslands, en verðlaunin voru veitt í síðustu viku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

8.Húsráð félagsheimilisins Eiðum

201411140

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Guðmundur Sveinsson Kröyer verði fulltrúi sveitarfélagsins í húsráði félagsheimilisins á Eiðum. Jafnframt óskar nefndin eftir að Kvenfélag Eiðaþinghár og Ungmennafélagið Fram tilefni fulltrúa sína í húsráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Þórður Mar Gústafsson yfirgaf fundinn kl. 18.45.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?