Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

22. fundur 07. september 2015 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar eftir að nýtt mál verði tekið á dagskrá fundarins og er það númer 18.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Fundargerðir stjórnarfunda hjá Héraðsskjalasafni í maí og júlí 2015

201507031

Fyrir liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga frá 28. maí og 8. júlí 2015.

Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um styrk vegna Litlu ljóðahátíðarinnar 2015

201509020

Fyrir liggur styrkumsókn , dagsett 4. september 2015, undirrituð af Stefáni Boga Sveinssyni, vegna Litlu ljóðahátíðarinnar 2015.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

201504105

Málið er í vinnslu.

4.Eftirlitsskýrsla HAUST/Félagsheimili Barnaskólans á Eiðum

201508054

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna gamla barnaskólans á Eiðum, dagsett 12. ágúst 2015.

Lagt fram til kynningar. En nefndin vísar jafnframt til agreiðslu nefndarinnar varðandi lið 3 í fundargerði þessari.

5.Eftirlitsskyrsla HAUST/Félgasheimilið Hjaltalundur

201506141

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna Félagsheimilisins Hjaltalundar, dagsett 9. júní 2015.

Lagt fram til kynningar.

6.Eftirlitsskýrsla HAUST/Vatnsveita Hjaltalundi

201506145

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna vatnsveitu Félagsheimilisins Hjaltalundar, dagsett 6. júní 2015.

Lagt fram til kynningar.

7.Eftirlitsskýrsla HAUST/Sænautasel

201508057

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna Sænautasels, dagsett 11. ágúst 2015.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til við umhverfis og framkvæmdanefnd að brugðist verði við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Aðalfundur SSA 2015

201503113

Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. ágúst 2015 frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir tillögum um málefni til umfjöllunar í nefndum á aðalfundar SSA.
Bæjarráð á fundi sínum 31. ágúst 2015, vísaði framkomnum tillögum stjórnar til nefnda sveitarfélagsins til upplýsingar og óskar eftir að ábendingum um efni þeirra verið komið á framfæri við kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs á aðalfundi SSA.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að bætt verði við tillögu um að Rarik og Landsnet verði sameinuð m.a. með það að markmiði að styrkja þjónustu við íbúa Austurlands. Höfuðstöðvum þessara stofnana verði fundinn staður á Egilsstöðum.

Einnig verði bætt við tillögu um að verð á flugvélaeldsneyti verði það sama á öllum millilandaflugvöllum landsins.

Þá verði bætt við tillögu um að auknu fjármagni verði varið til skógræktar og að starfsstöð Skógræktar ríkisins verði efld á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ársreikningur Félagsheimilisins Hjaltalundar 2014

201508056

Fyrir liggur ársreikningur Félagsheimilisins Hjaltalundar fyrir 2014, undirritaður af Guðmundi Karli Sigurðssyni.

Lagt fram til kynningar.

10.Umgengnisreglur og vinnureglur um vinnustofur í Sláturhúsinu

201508061

Fyrir liggja drög, frá forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, að umgengnisreglum og vinnureglum um vinnustofur í Sláturhúsinu.
Einnig liggur fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir Sláturhúsið.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að gjaldskrá. Nefndin fagnar framsettum gildum, stefnu og reglum um úthlutun vinnustofa og umgengni í Sláturhúsinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Stefna Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands 2015-2017

201508050

Fyrir liggur tölvupóstur frá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, frá 14. ágúst 2015, þar sem kynnt er Stefna Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands.

Lagt fram til kynningar.

12.Heima er þar sem eyjahjartað slær

201506156

Fyrir liggur til kynningar skýrslan Home is where the island heart beats, Heima er þar sem eyjahjartað slær, sem unnin var af Austurbrú og fjórum norrænum stofnunum. Skýrslan sýnir niðurstöður rannsóknar þar sem leitast er við að kortleggja virði brottflutts ungs fólks til heimahaganna í gegnum menningarviðburði.

Lagt fram til kynningar.

13.Menningarvika í Runavík

201506105

Fyrir liggur tölvupóstur frá Erlu Weihe Johannesen,fyrir hönd vinabæjarins Runavíkur, dagsettur 11. júní 2015, þar sem óskað er eftir að Fljótsdalshérað sendi fulltrúa á Menningarviku Runvaíkur sem haldin er 18.-25. október.

Atvinnu og menningarnefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram í anda umræðunnar á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

201506108

Lagt fram erindi frá Hjörleifi Guttormssyni um hugmyndir hans að gera læknishúsið á Hjaltastað að menningar og fræðslusetri, þegar fram líða stundir.

Málinu vísað frá bæjarráði 22. júní 2015 til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Atvinnu og menningarnefnd finnst hugmyndin áhugaverð og fagnar frumkvæði sendanda erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Tilnefning til Menningarverðlauna SSA 2015

201508058

Fyrir liggur til kynningar tillaga að tilnefningu til Menningarverðlauna SSA 2015. Tillagan hefur nú þegar verið send SSA.

16.Endurnýjaður samningur um umsjón með gamla barnaskólanum á Eiðum

201505154

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Kvenfélags Eiðaþinghár um rekstur og umsjón húsnæðis gamla barnaskólans á Eiðum vegna starfsemi í húsnæðinu.

Atvinnu og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fundargerð húsráðs gamla barnaskólans á Eiðum frá 13. ágúst 2015

201508041

Fyrir liggur fundargerð húsráðs gamla barnaskólans á Eiðum frá 13. ágúst 2015.

Atvinnu og menningarnefnd tekur undir 4. lið fundargerðarinnar þar sem lagt er til að komi til slita á húsráðinu verði þær eignir sem ekki fara í rekstur notaðar til viðhalds á gamla barnaskólanum á Eiðum. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Aðstaða Leikfélags Fljótsdalshéraðs

201501207

Fyrir liggja drög á samningi milli Fljótsdalshéraðs annars vegar og hins vegar Leikfélags Fljótsdalshéraðs og Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum um afnot af húsnæði fyrir leikfélögin að Smiðjuseli 2.

Atvinnu og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?