Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

6. fundur 20. október 2014 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

201409153

Samkvæmt samþykktum fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshérað ber atvinnu- og menningarnefnd að tilnefna þrjá fulltrúa í fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í samstarfi við forstöðumann menningarmiðstöðvarinnar.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 6. október 2014.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að Suncana Slamnig, Karen Erla Erlingsdóttir og Ólöf Björk Bragadóttir skipi fagráð Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

201410062

Málefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs til umræðu. Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að starfshópur um menningarhús skili niðurstöðum sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

201408090

Málið var áður á dagskrá atvinnu- og menningarnefndar 6. október 2014.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi fulltrúar skipi vinnuhóp um stefnuna:
Ragnhildur Rós Indriðadóttir formaður, Stefán Bogi Sveinsson, Sigríður Sigmundsdóttir og Esther Kjartansdóttir. Starfsmaður nefndarinnar vinni með hópnum.
Starfshópnum er ætlað að leiða vinnuna við gerð stefnunnar og leggja fram drög að henni fyrir atvinnu- og menningarnefnd fyrir 10. apríl 2015.

Menningarstefnunni er ætlað að draga fram hlutverk, áherslur og aðkomu sveitarfélagsins að menningartengdri starfsemi og listum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Atvinnumál

201410058

Atvinnumál og atvinnuþróun í sveitarfélaginu rædd í víðu samhengi. Málið verður aftur tekið upp á næsta fundi.

Ragnhildur Rós þurfti að yfirgefa fundinn meðan á þessum lið stóð.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að sérstakt rekstrarframlag Fljótsdalshéraðs til Upplýsingamiðstöðvar Austurlands verði tekið til endurskoðunar, m.a. með það að markmiði að nýta fjármuni sveitarfélagsins til markaðsmála sem best. Nefndin felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að vinna að málinu áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?