Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

24. fundur 12. október 2015 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Þjónustusamfélagið á Héraði, samningur

201501021

Á fundinn undir þessum lið mætti Sigrún Hólm Þorleifsdóttir, formaður stjórnar Þjónustusamfélagsins á Héraði, og Heiður Vigfúsdóttir starfsmaður félagsins sem gerðu grein fyrir helstu áherslum og verkefnum Þjónustusamfélagsins á Héraði það sem af er árinu.

2.Greinargerð um sameiningu verkefna á sviði skógræktar

201510036

Fyrir liggur til kynningar Greinargerð starfshóps um sameiningu verkefna á sviði skógræktar, frá 24. september 2015. Jón Loftsson, skógræktarstjóri, mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir innihaldi hennar.

3.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Fyrir liggja fundargerðir og fleiri gögn vegna tillagna að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg.

Nefndin er einnig sammála um að skipaður verði vinnuhópur skipaður fulltrúum atvinnu- og menningarnefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og Þjónustusamfélagsins á Héraði. Vinnuhópurinn hafi það hlutverk að greina og forgangsraða uppbyggingu áhugaverðra áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Reglur um úthlutun styrkja til menningarmála

201510016

Fyrir liggja hugmyndir að reglum um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála.

Málið er í vinnslu.

5.Kynningarmál

201510040

Til umræðu verða áherslur og verkefni sveitarfélagsins í kynningarmálum.

Málið er í vinnslu.

6.Aðgengileg ferðasalerni fyrir fatlað fólk á almennum viðburðum og hátíðum

201509073

Fyrir liggur bréf, dagsett 12. júlí 2015, frá Öryrkjabandalagi Íslands um að tryggð séu aðgengileg salerni fyrir alla á viðburðum og hátíðum á vegum sveitarfélaga og ríkisins.

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 21. september 2015. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 7. október að vísa erindinu aftur til atvinnu- og menningarnefndar til frekari skoðunar.

Atvinnu- og menningarnefnd felur starfsmanni að kanna framboð á ferðasalernum fyrir alla í sveitarfélaginu.
Nefndin beinir því til þeirra sem standa fyrir hátíðum eða samkomum að tryggja að þessi mál séu ætíð í lagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?