Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

21. fundur 08. júní 2015 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristín María Björnsdóttir varamaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar eftir að nýtt mál yrði tekið á dagsrká fundarins; Galtastaðir fram. Borið upp og samþykkt samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun atvinnu- og menningarnefndar fyrir 2016

201504105

Fyrir liggja drög að rammaáætlun vegna fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Málið í vinnslu.

2.Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019

201506023

Fyrir liggja drög að Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019, frá Austurbrú, þar sem óskað er eftir umsögn eða athugasemdum um drögin fyrir 15. júní n.k.

Atvinnu- og menningarnefnd fór yfir drög að áætluninni. Í drögunum koma fram margar góðar hugmyndir t.d. að samstarfi og eflingu innviða svæðisins. Nefndin saknar þó þessi að hvergi skuli minnst á menningarminjar, hvorki skráningu, rannsóknir né upphbyggingu á þeim. Þá er hvatt til þess að sumar tillagnanna séu útfærðar betur. Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér drögin og koma ábendingum um þær til réttra aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Fyrir lá Aðgerðaáætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði, sem unnin var á vegum sveitarfélagsins í samstarfi við ferðaþjónustu- og verslunaraðila árin 2012 og 2013. Nefndin leggur til að atvinnu- og menningarnefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd fundi með fulltrúum Þjónustusamfélagsins á Héraði í haust til að móta áherslur um uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um styrk vegna Tónlistarstunda 2015

201505191

Fyrir liggur styrkumsókn frá Torvald Gjerde vegna sumartónleikaraðarinnar "Tónlistarstundir 2015", sem fram fer dagana 18. júní til 5. júlí, alls sex tónleikar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Galtastaðir fram

201506073

Rætt var um ástand húsa á Galtastöðum fram. Ákveðið að taka málið aftur upp á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?