Fara í efni

Atvinnu- og menningarnefnd

15. fundur 09. mars 2015 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Gunnar Jónsson varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Þórarinn Páll Andrésson varamaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland

201410144

Á fundinum undir þessum lið sátu Þór Ragnarsson og Hannibal Guðmundsson frá Ferðaskrifstofu Austurlands og kynntu hugmyndir sínar um nýtingu Egilsstaðaflugvallar.

Atvinnu- og menningarnefnd krefst þess að verð á flugvélaeldsneyti verði það sama um allt land. Eins og staðan er nú er þar verulegur munur á og samkeppnishamlandi fyrir Egilsstaðaflugvöll.
Nefndin leggur til að bæjarstjórn fylgi málinu eftir af festu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fyrirhuguð olíuleit og -vinnsla á Drekasvæðinu

201208032

Á fundinn undir þessum lið mætti Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjarðabyggð og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins um olíuleit- og vinnslu á Drekasvæðinu, en sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraðs standa saman að því.
Ástu er að lokum þökkuð greinargóð kynning.

3.Dyrfjöll - Stórurð - gönguparadís. Staða verkefnisins og næstu skref

201408092

Fyrir liggur bréf, dagsett 20. febrúar 2015, frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem staðfest er að verkefnið "Dyrfjöll - Stórurð: Gönguparadís til framtíðar" hlaut fimm milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar styrkveitingunni. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

4.Fyrirkomulag úthlutunar menningarstyrkja

201502147

Farið yfir fyrirkomulag úthlutunar menningarstyrkja. Málið verður tekið upp aftur á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Eftirlitsskýrsla HAUST/Sláturhúsið-menningarmiðstöð

201502150

Fyrir liggur til kynningar eftirlitsskýrsla frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, dagsett 28. janúar 2015, vegna Sláturhússins - menningarmiðstöðvar.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2015

201502112

Fyrir liggur bréf til kynningar frá Styrktarsjóði EBÍ til aðildarsveitarfélaga, dagsett 12. febrúar 2015, þar sem vakin er athygli á að umsóknarfrestur í sjóðinn er til aprílloka.

7.Styrkumsókn vegna sembalhátíðar

201503022

Fyrir liggur styrkumsókn frá Suncönu Slamnig vegna sembalhátíðar í Vallaneskirkju í mars 2015.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ragnhildur Rós Indriðadóttir vék af fundi undir þessum lið.

8.Atvinnumálasjóður,umsóknir 2015

201503019

Fyrir liggja umsóknir til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur rann út 1. mars 2015. Umsóknirnar verða teknar til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?