Fara í efni

Töfrasmiðja á Bókasafni Héraðsbúa fyrir 8-12 ára

Bókasafn Héraðsbúa 12. september 2024 kl. 15:00-17:00
Býr töframaður í þér?
 
Bókasafn Héraðsbúa býður upp á töfrasmiðju fyrir 8-12 ára.
Smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg.

Bókasafn Héraðsbúa – Fimmtudagurinn 12. september frá 15 til 17.
Skráning á bokasafn.heradsbua@mulathing.is
 
Leiðbeinandi er töframaðurinn Einar Aron sem er einn yngsti töframaður landsins en hefur þrátt fyrir það komið víða við og skapað sér nafn sem eftirsóttur töframaður, bæði meðal barna og fullorðinna. Hann á að baki á annað þúsund töfrasýningar og hefur kennt um 3.500 manns á öllum aldri, töfrabrögð.
 
Smiðjan er hluti af Bras, menningarhátíð barna og ungmenna og er styrkt af Bókasafnasjóði.
 
Sjá viðburð á Facebook: https://fb.me/e/2isReTsox
Getum við bætt efni þessarar síðu?