Fara í efni

Tjarnarteiknismiðja með Rán Flygenring í Löngubúð

Langabúð, Djúpavogi 23. nóvember 2024 kl. 13:00-14:00
Rithöfundurinn Rán Flygenring heimsækir Djúpavog og býður upp á skapandi fjölskyldusmiðju í tengslum við útgáfu barnabókarinnar Tjörnin.
 
Smiðja fer fram í Löngubúð á Djúpavogi laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00.
 
Tjörnin er hyldjúp og töfrandi saga sem fjallar um vinina Fífu og Spóa sem rekast á ókunna dæld í miðjum garðinum sínum sem verður til þess að allt breytist. Hélukeppir og gljáfætlur, óstýrilát selshamsstytta, dularfullt draugabarn og bíræfnir nágrannar eru bara brot af þeim undrum sem koma upp úr kafinu þegar vinirnir munda skóflurnar.
Í smiðjunni fá þátttakendur að kynnast þeim töfraheimi sem lífríki tjarnarinnar er og tækifæri til að skapa sínar eigin lífverur og vistkerfi.
 
Rán Flygenring er margverðlaunaður höfundur og teiknari. Hún hefur margsinnis hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og árið 2023 fékk hún Norðurlandaráðsverðlaunin fyrir bókina Eldgos.
Eftir smiðjuna, kl. 14:00, tekur Rithöfundalestin við þar sem höfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum, sjá hér.
 
Smiðjan er í boði Múlaþings.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin!
Getum við bætt efni þessarar síðu?