Egilsstaðaskóli
12. mars 2022 kl. 12:30-16:30
Tækninámskeið: Lýsing fyrir leikhús
Ljósameistari Þjóðleikhússins mætir og kennir okkur grunnatriði í lýsingu. Hvernig getum við lýst sýninguna þó ekki sé flókinn tækjabúnaður til staðar. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa á leikhústækni / lýsingu
Námskeið fyrir leibeinendur
Námskeiðið gengur út á að kenna væntalegum leibeinendum grunnatriði leiklistar og leikstjórnar. Listir geta með sanni gert tilkall til þess að vera hluti menntunar. Fyrir tilstuðlan listanna geta nemendur skapað nýja fagurfræðilega þekkingu og dýpkað mannlegar langanir sínar og reynslu. Þeir öðlast skilning á samspili einstaklings og samfélags og félagslegra tengsla, hæfnina til þess að setja sig í spor annarra og rækta lýðræðislega sýn. Að horfa á leikrit getur hjálpað okkur að skilja sögu, menningu og samfélag í heild um leið og það hjálpar nemendum að þroskast sem persónur , að taka þátt í að skapa og flytja eigin texta og annarra; að geta gagnrýnt og rökrætt leikið efni á sviði á uppbyggjandi hátt og sett það í menningarlegt og sögulegt samhengi. Leiklist getur haft félagsleg, fagurfræðileg og tilfinningaleg áhrif á fólk. Að auki stuðlar leiklist og leiksýning að skilning á menningararfi og listrænum verðmætum sem felast í leikbókmenntum og leiksýningum.
Kennarar eru Dr. Rannveig Björk Þorkelsdóttir dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Jóna Guðrún Jónsdóttir aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Báðar hafa þær mikla reynslu af leiklistarkennslu í leik, grunn og framhaldsskóla. Námskeiðið er opið kennurum, leiðbeinendum í Þjóðleik og leiklistaráhugafólki.
Ung-RÚV, tækninámskeið
Á þessu Þjóðleiksári verðum við í samstarfi við Ung-Rúv. Það er von okkar að þetta samstarf komi til með að efla verkefnið Þjóðleiksverkefnið enn frekar, og er hugsað þannig að þeir þátttakendur í Þjóðleik sem hafa
áhuga á kvikmyndagerð fái kennslu á einfalt klippiforrit og geti síðan í framhaldi fylgt eftir ferlinu við æfingar og uppsetningar og gert heimildamynd eða innslag um ferlið sem sýnt yrði á RÚV og notað í kynningar um verkefnið. Um þessa kennslu sjá forráðamenn Ung-RÚV. Námskeiðið er opið þáttakendum í Þjóðleik og sérlegu kvikmyndaáhugafólki