Fara í efni

Sjávarblámi - Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson

Skaftfell listamiðstöð Austurlands 21. jún 2024 - 27. sep 2024
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningar Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Marks Wilsons Sjávarblámi í Skaftfelli listamiðstöð Austurlands þann 21. júní 2024 klukkan 16.00.

Sjávarblámi
Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson
21. júní – 27. september
Sýningarstjóri Æsa Sigurjónsdóttir.

Hvaða hvalir koma til íslands á sumrin?
Hvernig birtist virðing mannsins fyrir hvalnum í sögu og samtíma?
Slíkar spurningar hafa lengi heillað listamennina Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson en í verkum sínum rannsaka þau fjölþætt samskipti manna og annarra dýra. Í þessu nýja verkefni, á sýningunni Sjávarblámi, rekja þau ferðir einstakra hvala við Íslandsstrendur. Þau sigldu á haf út með vísindafólki sem kannar göngur og hljóðsvið hvala og kynntu sér hvernig síbreytileg umhverfisjónarmið byggja ætíð á gildismati mannsins. Þau rifja upp heimildir um hvalreka á Íslandi og erlendis og skoða söguleg ummerki hvalveiða í Seyðisfirði en hvalveiðistöðin á Vestdalseyri er talin ein fyrsta vélvædda hvalveiðistöð heims og upphaf iðnaðarhvalveiða á Íslandi. Eins og oft áður þá beina Bryndís og Mark sjónum að líkamleika og návist dýra í veröld sem manneskjan þarf að deila með öðrum lífverum. Með því að horfa á ummerki hvalsins með rannsóknaraðferðum myndlistar vekja þau áhorfendur til máls um tilverurétt hvala við Íslandsstrendur út frá fagurfræðilegum og siðferðilegum sjónarmiðum.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði, Austurbrú og Múlaþingi.

/

Welcome to the opening of the new exhibition The Seas' Blue Yonder, by Bryndís Snæbjörnsdóttir and Mark Wilson, opening at Skaftfell Art Center in Seyðisfjörður on the 21st of June 2024.

Who are the whales that visit the Icelandic seas each summer?
How differently has human respect for whales been manifest – historically and now?
Such questions have long fascinated artists Bryndís Snæbjörnsdóttir and Mark Wilson, whose work explores the intricate and environmentally telling relationships between humans and other animals. In their latest project, the exhibition The Sea's Blue Yonder, the duo has embarked on a journey to track and consider the movements of individual whales both physically, accompanied by scientists who study the migration, trajectories, and acoustics of these marine giants – and culturally, in terms of ever-shifting, environmentally-inflected human values. The artists have examined the history of cetacean strandings, both in Iceland and abroad, and delved into archival and archaeological remains, as well as the history of industrial whaling in Seyðisfjörður. The whaling station at Vestdalseyri, for example, is considered to have been one of the first mechanized whaling stations in the world, marking the beginning of industrial whaling in Iceland. The exhibition invites viewers to consider the physical presence of whales in their natural environment and to review the delicate balance between humans, other animals, and our shared habitat. By exploring these contact zones from an ethical and aesthetic point of view, the exhibition opens up new perspectives on the conservation debate around Iceland's coast.
The exhibition is supported by Myndlistarsjóður, Austurbrú and Múlaþing.
Getum við bætt efni þessarar síðu?