Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague byrjuðu árið 2018 að æfa og flytja jazz saman, og árið 2022 gáfu þau út standardaplötuna More Than You Know. Stemmningin á plötunni er naumhyggjuleg, mjúk og myrk, og hljóðfæraskipan fábreytt með eindæmum: fyrir utan eitt bassaklarinettsóló í bláenda plötunnar koma öll hljóð úr píanói og rafpíanói, og svo úr börkum þeirra Silvu og Steina. Platan hlaut óvænt mikinn meðbyr á streymisveitum, en þegar þetta er ritað hefur verið hlustað á lög hennar rúmlega 7 milljón sinnum á Spotify. More Than You Know hreppti auk þess þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022, þar ársins, og platan fyrir upptökustjórn ársins. Silva & Steini hafa síðan klárað heilar tvær plötur síðan, og önnur þeirra, jólaplatan Christmas With Silva & Steini, kemur út stafrænt í vetur. — Silva Þórðardóttir lærði jazzsöng í Tónlistarskóla FÍH og hefur komið fram með mörgum helstu jazzleikurum landsins. Hún gaf út sólóplötuna Skylark árið 2019, og kynnti hana á Jazzhátíð Reykjavíkur sama ár. Steingrímur Teague útskrifaðist úr jazzpíanódeild Tónlistarskóla FÍH, og hefur spilað og sungið með fjöldanum öllum af tónlistarfólki, óháð straumum og stefnum. Þar ber helst að nefna Moses Hightower, en þar er hann annar forsöngvara bandsins og textasmiða auk þess að leika á hljómborð, og Of Monsters and Men, en hann hefur verið tónleika- og upptökupíanisti þar á bæ síðan 2012.
EN//
Silva & Steini had been playing jazz together for years, sometimes at home over coffee, and sometimes at assorted bars around Reykjavík, when they finally got around to making an album. The result was More Than You Know (2022), a darkly mellow and sparse take on the American songbook, featuring nothing but the voices of the two singers, muted upright and electric piano, and a bit of bass clarinet. The result seemed go over well — when this is written, the album’s tracks have been streamed more than 7 million times on Spotify, and the album received three nominations for the Icelandic Prize, for production of the year and jazz vocalist of the year for Silva and Steini respectively. They have since recorded two album’s worth of new material and are to try some of it out in front of an audience. Their next album, Christmas with Silfa & Steini, will be released in November.
ljósmynd: Anna Maggý