Þann 3. febrúar 1995, klukkan 16:30, opnaði Bókasafn Héraðsbúa á núverandi stað í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Af því tilefni bjóðum við í afmælisfögnuð 3. febrúar 2025 frá 16:30 til 18.
- Lestrarstund fyrir yngri börnin klukkan 16:30, hægt að lita og teikna í framhaldinu.
- Skrímslaratleikur fyrir börnin að lestri loknum.
- Kaffi og konfekt
- Sýning á nýjustu teikningum af næsta áfanga Safnahússins.
- Sýning Héraðsskjalasafns Austfirðinga á gömlum myndum tengdum bókasafninu.
- Allir sem koma á safnið þennan dag geta sett nafnið sitt í pott og verður bók í útdráttarverðlaun.
- Alla vikuna verður sektarlaus vika.
Sjáumst á Bókasafninu
Sjá viðburð á Facebook: https://fb.me/e/64Gau8LIJ