Múlaþing og Samtök leiðangurskipa á Norðurslóðum (AECO - Association of Arctic Expedition Cruise Operators) boða til vinnustofu.
Vinnustofan fer fram á KHB, þriðjudaginn 23.apríl frá 11-15
AECO eru alþjóðleg samtök leiðangurskipa sem sigla á norðurslóðum og leggur metnað sinn í að stýra ábyrgri, umhverfisvænni og öruggri ferðaþjónustu á norðurslóðum og leitast við að setja hæstu mögulegu staðla fyrir meðlimi sína.
Í sumar eru 20 skipakomur bókaðar til Borgarfjarðar og eru þær allar frá meðlimum AECO.
Verkefnið sem um ræðir er „Community Specific Guidelines“ fyrir Borgarfjörð-Eystri. Leiðarvísinn er samfélaginu verðmætur til þess að vinna að betri samskiptum- og betri samhæfingu á milli sveitarfélagsins, bæjarbúa, ferðamanna- og ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
Sjá leiðbeiningar frá öðrum bæjum hér.
Samfélagslegi leiðarvísirinn er tilvalið tól til að stýra flæði ferðafólks í bænum með því meðal annars að miðla upplýsingum frá bæjarbúum til ferðafólks.
Á vinnustofunni verða útbúnar staðbundnar leiðbeiningar um hvernig ferðafólk skuli og skuli ekki haga sér, hvers er að ætlast til af því og hvers má vænta frá heimafólki ásamt upplýsingum um innviði bæjarins og sögu.
Útkoman er sú að ferðafólk sé upplýst um samfélagið sem þeir heimsækja og skilji betur hvað á að gera og hvað á ekki að gera í tilteknu samfélagi. Einnig að minnka hugsanlega spennu sem tengist ferðaþjónustu og auka góð samskipti á milli gesta og heimafólks.
Það verða léttar veitingar í boði fyrir þátttakendur og eru áhugasamir beðnir um að senda nafn í tölvupósti á heida.ingimarsdottir@mulathing.is
Vonandi sjá sem flest sér fært að mæta!