Fara í efni

Vinnustofa 5. mars á Djúpavogi

01.03.2022 Fréttir Djúpivogur

Múlaþing og AECO (Association of Arctic Expedition Cruise Operators) halda vinnustofu á Djúpavogi.

Vinnustofan felur í sér hönnun og uppsetningu á samfélagslegum leiðarvísi sem saminn verður af Djúpavogsbúum fyrir farþega skemmtiferðaskipa á Djúpavogi.

Vinnustofan verður haldin í Löngubúð klukkan 14:00-17:00, laugardaginn 5. mars.

 

Súpa og kaffi í boði öllum þátttakendum.

 

Þú getur lagt þitt af mörkum til að:

  • Ferðafólk og gestir á Djúpavogi séu upplýstir um samfélagið sem þeir heimsækja.
  • Ganga úr skugga um að gestir skilji betur hvað á að gera og hvað á ekki að gera í bænum okkar og umhverfi hans.
  • Auka góð samskipti á milli gesta og heimamanna.
  • Auka hagnað sveitarfélagsins og verslana / vetingastaða af ferðaþjónustu.
  • Auðvelda upplýsingaflæði og samskipti um ferðaþjónustu á staðnum.

Múlaþing hvetur alla sem hafa áhuga og vilja láta sig málin varða, að taka þátt og mæta!

Vinnustofa 5. mars á Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?