Fara í efni

Vegna slyss við Hálslón

22.08.2024 Fréttir

Í kjölfar hörmulegs slyss við Hálslón vill Múlaþing koma eftirfarandi á framfæri. Samfélagið á Austurlandi er í sameiningu að takast á við mikið áfall og vinna úr því. Með samfélögunum koma að áfallaviðbragðinu margir aðilar svo sem prestar, HSA, Rauði Krossinn, sveitarfélögin og aðrir sérfræðingar.

Við bendum á að Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn í síma 1717. Þá er einnig hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið afallahjalp@hsa.is, hafa samband við presta í gegnum netfangið afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við félagsþjónustu Múlaþings í síma 4 700 700 eða með því að senda póst á netfangið mulathing@mulathing.is.

Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju í dag 22. ágúst klukkan 18:00. Auk þess hafa prestar boðið upp á samtöl við þá sem eiga um sárt að binda í Norðfjarðarkirkju.
Egilsstaðakirkja verður opin í dag klukkan 15:00 - 17:00 fyrir þau sem vilja leita huggunar, styrks og vonar. Prestur verður til viðtals og heitt á könnunni.

Vegna slyss við Hálslón
Getum við bætt efni þessarar síðu?