Fara í efni

Vegna Alþingiskosninga 25. september

14.09.2021 Fréttir

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Múlaþings um kjörstaði, kjörskrá o.fl. við Alþingiskosningarnar þann 25. september 2021.

Við Alþingiskosningarnar þann 25. september 2021 verða kjörstaðir í Múlaþingi eftirtaldir:

  • Menntaskólinn á Egilsstöðum vegna kjördeilda sem taka til fyrrum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur 22:00.
  • Skrifstofa Múlaþings á Borgfirði eystra vegna kjördeildar sem tekur til fyrrum Borgarfjarðarhrepps. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur a.m.k. til 17:00.
  • Tryggvabúð á Djúpavogi vegna kjördeildar sem tekur til fyrrum Djúpavogshrepps. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur a.m.k. til 19:00.
  • Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði vegna kjördeildar sem tekur til fyrrum Seyðisfjarðarkaupstaðar. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur a.m.k. til 21:00.

Skipting kjördeilda á Fljótsdalshéraði verður eftirfarandi: Í kjördeild nr. 1 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur hverra nöfn byrja á bókstafnum A til og með bókstafnum R. Í kjördeild nr. 2 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur hverra nöfn byrja á bókstafnum S – Þ og íbúar í Fellabæ, á Eiðum, Hallormsstað og í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Kjörskrá vegna Alþingskosninganna liggur frammi almenningi til sýnis á opnunartíma skrifstofa sveitarfélagsins á Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Djúpavogi og Seyðisfirði til föstudagsins 24. september 2021.

Óskum um leiðréttingar á kjörskrá skal komið á framfæri við skrifstofu sveitarfélagsins eins fljótt og unnt er. Tekið skal fram að óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hafði ekki borist Þjóðskrá þann 21. ágúst 2021.

Á kjördag, meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir, mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur sitt í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Talning atkvæða fyrir kjördæmi í heild fer fram á Akureyri á vegum yfirkjörstjórnar Norð-austurkjördæmis.

 

Yfirkjörstjón Múlaþings, 13. september 2021.

Jón Jónsson, Þórunn Hálfdánardóttir og Björn Aðalsteinsson

Vegna Alþingiskosninga 25. september
Getum við bætt efni þessarar síðu?