Múlaþing, í samstarfi við íþróttafélagið Neista á Djúpavogi, hóf fyrir nokkru síðan framkvæmdir við útikörfuboltavöll á íþróttasvæði bæjarins.
Búið er að grafa fyrir vellinum, jarðvegsskipta og setja svo farg ofan á til að ná fram öllu mögulegu sigi sem gæti orðið í jarðveginum áður en framkvæmdir halda áfram. Fargið verður látið standa fram á vor en þá er það fjarlægt og plata steypt í réttri hæð ásamt undirstöðum fyrir körfur.
Stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn fyrir íbúa og gesti að njóta í sumar.