Úthlutun leikskólaplássa á Héraði, það er fyrir leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskóg, fór fram 19. apríl síðast liðinn. Alls var úthlutað 42 plássum en nokkuð var um umsóknir fyrir eldri börn sem eru að flytjast á svæðið og óskir um flutninginn á milli leikskólanna. Börn sem fædd eru 2021 og verða orðin 1 árs um miðjan september fengu boð um pláss, alls eru það 25 börn. Stefnt er að því að bjóða börnum sem fædd eru í október - desember 2021 pláss síðar á árinu.
Sá árgangur sem lýkur leikskólagöngu í sumar er óvenju fjölmennur, eða 58 börn, en framundan eru heldur fámennari árgangar. Þessi staðreynd og flutningur Hádegishöfða í nýja, rúmgóða og glæsilega byggingu gerir það að verkum að rúmt verður um leikskólapláss á Héraði á næstunni. Okkar von er sú að með þessari fjölgun verði hægt að bjóða börnum pláss fljótlega eftir 1 árs afmælisdaginn eins og hægt hefur verið í öðrum byggðakjörnum í Múlaþingi og að taka á móti börnum sem flytja á svæðið yfir skólaárið að því gefnu að mönnun í skólunum leyfi.