Sveitarfélögin Múlaþing og Fljótsdalshreppur óska eftir tilboðum í úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða úrgangsþjónustu sem er skipt upp í þrjá sjálfstæða verkhluta:
- Söfnun úrgangs úr ílátum við heimili sveitarfélaganna.
- Rekstur gámastöðva á Egilsstöðum og Seyðisfirði.
- Leiga á gámum og söfnun úrgangs af gámastöð á Djúpavogi.
Undir úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar fellur öll meðhöndlun og úrvinnsla úrgangs í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglna eins og þær eru hverju sinni.
Samningstími er fjögur ár með ákvæðum um að hægt verði að framlengja hann um allt að tvö ár. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn fást send frá og með miðvikudeginum 12. júní 2024. Sendið beiðni á utbod@mulathing.is og tlo@efla.is og gefið upp nafn samskiptaaðila í útboði, símanúmer og netfang.
Tilboðum skal skilað til skrifstofu Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum fyrir kl. 11:00 mánudaginn 22. júlí 2024 og verða þau opnuð þar.
Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.