Fara í efni

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Covid

21.09.2021 Fréttir

Athygli er vakin á því að Covid-bifreiðakosning hófst í gær mánudaginn 20. september í húsnæði tollsins/hafnarinnar við Ferjuleiru á Seyðisfirði. Sú kosning er ætluð fyrir þá sem verða í einangrun eða sóttkví á kjördag. Aðstaðan á Seyðisfirði verður opin eftir þörfum á tímabilinu frá 15.00 til 17.00 fram á kjördag. Hringja þarf í síma 896-4743 til að fá afgreiðslu.

Sams konar kosning fer fram á Reyðarfirði við Fjarðabyggðarhöllina að framanverðu fimmtudaginn 23. september og hefst kl.10.30 og stendur til kl.17.00 og lengur ef þörf krefur. Allir sem þá hafa gefið sig fram við kjörstjóra fá að kjósa. Leiðbeiningar verða á staðnum en kosning gengur þannig fyrir sig að kjósandi hringir í síma 896-4743 og gefur upp kennitölu. Kjörstjóri fyllir út fylgibréf og stimplar á kjörseðilinn eftir að kjósandi hefur sannað á sér deili og látið vita gegnum bílrúðu hvernig hann ætlar að kjósa. Að því loknu gengur kjörstjóri frá kjörgögnum í sendiumslag og setur í kjörkassa.

Þeir sem verða í einangrun eða sóttkví á kjördag og ekki geta nýtt sér bifreiðakosninguna geta sótt um að fá að kjósa á dvalarstað. Bent er á slóðina island.is/covidkosning2021 þar sem er að finna allar nánari upplýsingar þar að lútandi.

 

Sýslumaðurinn á Austurlandi
Seyðisfirði, 20. september 2021.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Covid
Getum við bætt efni þessarar síðu?