Fara í efni

Ungmennaskiptaverkefni um útivist, ljósmyndun og náttúru

21.05.2024 Fréttir

Náttúruskólinn í samstarfi við Ungmennahúsið Vegahúsið og ítölsku ungmennasamtökin Il Cassetto dei Sogni óska eftir umsóknum frá ævintýragjörnum austfirskum ungmennum 16/18-25 ára sem langar að taka þátt í ungmennaskiptaverkefni ásamt ítölskum jafnöldrum sínum.Verkefnið sem er styrkt af Erasmus+ og er því þátttakendum að kostnaðarlausu.

Verkefnið hefur það að markmiði að efla ungt fólk og vekja það til umhugsunar um náttúruna, fegurð hennar og mikilvægi, efla sjálfsöryggi, samskiptahæfni og þekkingu á og ánægju af ljósmyndun og útivist.

Verkefnið felur í sér tvo stóra leiðangra:
  • Óbyggða- og hálendisferð um Austurland þar sem 8 ungmenni frá Austurlandi og 8 frá Ítalíu fá leiðsögn og fræðslu um náttúru og dýralíf, kennslu í náttúruljósmyndun og útivist, auk þess að efla sjálfsþekkingu, samskiptafærni og sjálfsöryggi.
  • Ferð í fjallaþorpið Fanano á Ítalíu, um miðjan október þar sem sömu ungmenni fá kennslu í drónaflugi og myndatöku með dróna, núvitund, náttúruskoðun og að kynnast ítalskri menningu og náttúru.

Íslenski hópurinn mun að auki hittast nokkrum sinnum á tímabilinu júní til desember 2024, undirbúa sig fyrir og vinna úr stóru leiðangrunum tveimur, fræðast um sjálfbærni, nýtni, stafrænar leiðir í náttúruvernd og kortlagningu menningarminja.

Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um þátttöku og leggja metnað í umsóknir sínar en aðeins 8 þátttakendur komast að í verkefnið og valið verður úr umsóknum.

Umsókn um þáttöku

Umsóknarfrestur er til 22. maí næstkomandi

Ungmennaskiptaverkefni um útivist, ljósmyndun og náttúru
Getum við bætt efni þessarar síðu?