Stefnt er að útgáfu Bóndavörðunnar – Jólablaði 30. nóvember næstkomandi.
Hér með er óskað eftir efni til birtingar hvort sem um ræðir auglýsingar, greinar eða myndir.
Allt er viðkemur jólum og aðventunni á heima í þessu blaði og verður heildardagskrá fyrir Djúpavog á aðventunni tekin saman í þessu blaði. Einnig er tilvalið að þarna komi fram jólakveðjur, jóladagskrá, breytingar opnunartíma og annað til upplýsinga fyrir lesendur.
Efni skal berast fyrir mánudaginn 6. nóv, í tölvupósti en einnig er alltaf velkomið að hringja með tillögur af efni.
Öllum stendur til boða að verða áskrifandi af Bóndavörðunni en tvö blöð koma út á hverju ári og kostar áskriftin 3.000 krónur fyrir árið.
Verð auglýsinga:
Heilsíða - 20.000
Hálfsíða - 14.000
1/3 síða – 8.000
¼ síða – 5.000
Efni þarf að berast í síðasta lagi 6. nóvember.
Greta Mjöll Samúelsdóttir
Sími: 697-5853
Tölvupóstur: greta@lefever.is
Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogs og hefur verið gefið út af sveitarfélaginu síðan 2010. Þar á undan var Bóndvarðan gefin út af Grunnskóla Djúpavogs og var fréttablað skólans.
Í Bóndavörðunni eru greinar um allt milli himins og jarðar, ferðasögur, viðtöl, myndir og margt sem verið er að brasa á Djúpavogi eða af Djúpavogsbúum.
Hægt er að vera áskrifandi af blaðinu sem kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Einnig er velkomið að senda inn greinar í blaðið hvaðan sem er. Ef þú vilt senda inn grein eða gerast áskrifandi er bent á að senda póst á ritstjóra Bóndavörðunnar
Bóndavarðan dregur nafn sitt af vörðu sem stendur við Djúpavog og er talin eiga uppruna sinn til Tyrkjaránsins 1627.