Þann 19. desember 2023 tók ný samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss gildi fyrir Múlaþing og nágrannasveitarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um ýmsar skyldur sem hafa það að markmiði að halda lóðum og lendum hreinum og snyrtilegum.
Þannig er til dæmis:
- Skylt að halda húsum, girðingum og öðrum eignum vel við.
- Skylt að halda lóðum og lendum hreinum og snyrtilegum.
- Skylt að geyma bíla og önnur skráningarskyld ökutæki á þar til gerðum stæðum.
- Óheimilt að geyma skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja, kerrur, tæki, báta eða aðra hluti á almennum bílastæðum, á götum eða á almannafæri.
- Óheimilt að geyma tæki og hluti sem ekki eru í almennri eða stöðugri notkun þannig að nágrannar og vegfarendur hafi ama af.
- Óheimilt að skilja lausamuni eftir á víðavangi svo sem bílflök, kerrur, báta, byggingarefni og fleira.
Brot gegn ákvæðum samþykktarinnar geta varðað sektum.
Íbúar eru hvattir til að kynna sér samþykktina og huga að nærumhverfi sínu því það er allra hagur að halda umhverfinu hreinu og snyrtilegu.