Fara í efni

Tillaga að svæðisskipulagi Austurlands til ársins 2044

25.03.2022 Fréttir

Tillaga að svæðisskipulagi Austurlands til ársins 2044 hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda og verður aðgengileg til 21. apríl. Í tillögunni er skilgreind sameiginleg framtíðarsýn fyrir landshlutann. Tilgangurinn er að samstilla stefnu sveitarfélaga á Austurlandi á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar og tryggja þar með sjálfbæra þróun, komandi kynslóðum í hag.

Kynning tillögunnar er á grundvelli 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Umsagnir

Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og þeim skal skila inn rafrænt í Samráðsgáttina eða á netfangið svaedisskipulag@austurbru.is.

Nánari upplýsingar

Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044: Kynningartillaga

Tillaga að svæðisskipulagi Austurlands til ársins 2044
Getum við bætt efni þessarar síðu?