Eiður Ragnarsson hefur verið ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi. Um er að ræða 40% starf með fastri viðveru á mánudögum á skrifstofu Múlaþings á Djúpavogi. Fulltrúi sveitarstjóra er staðgengill sveitarstjóra og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins á staðnum, í samráði við sveitarstjóra og yfirmenn viðkomandi sviða.
Meðal verkefna eru að sitja og undirbúa fundi heimastjórnar á Djúpavogi, sjá um ritun fundargerða og passar að afgreiðslur heimastjórnar komist í réttan farveg. Hægt er að hafa samband við Eið í síma: 898-6056 og á netfanginu eidur.ragnarsson@mulathing.is.
Eiður er boðinn velkominn til starfa hjá Múlaþingi.